Skírnir - 01.01.1933, Page 174
168
Magnús Stephensen.
[Skirnir
laus við vetur sjálfan. Hitt er annað mál, að nokkurri furðu
gegnir, að reyndir og rosknir forsjármenn landsins skyldi
hrapa að svo óvanalegu ráði sem þetta var og áhættu-
miklu, þar sem það hlaut að vera ljóst öllum, sem nokk-
uð þekktu til, að leiðangurinn gat að sáralitlu haldi komió
þeim mönnum, sem mest reið á hjálpinni, eins og þá var
samgöngum háttað á íslandi. Jafnvel þó ferðin gengi sem
bezt mátti verða, varð vörunum, sem skipið flutti, ekki
komið til fólksins, sem svalt og þoldi allskonar þrautir,
fyrri en með vori. Snemmbúið vorskip hefði getað komið
að jafngóðu liði eins og þetta fyrsta vetrarskip. Og þó er
erfitt um það að dæma. Jón Eiríksson konferenzráð átti
drýgstan þátt í því, að för þessi var farin. Vafalaust hefir
hann kunnað að sjá agnúana á þessu ráði, eigi miður en.
vér gerum nú. En hann átti ekki annars kost. Hann varð
að friða sjálfan sig og aðra. Þjóðin var í voða stödd. Litlu
var hér til hætt hjá því, sem nú var í húfi heima á ís-
landi. Fyrsta vetrarskipið lagði af stað frá Kaupmannahöfn
í nóv. 1783. Það hreppti hina mestu hrakninga. Þrisvar
komst skipið undir ísland á öndverðum vetri, en varð jafn-
harðan afturreka og varð loks að leita hafnar í Noregi og
liggja þar fram á útmánuði. Komst það loks til Hafnar-
fjarðar í april um vorið 1784, eftir mikla hrakninga á ný..
Auk skipverja voru tveir ungir menn með þessu skipi,.
sendir af stjórninni til íslands til þess að kynna sér verk-
anir jarðeldanna og allt ástand fólksins í eldsveitunum
fyrst og fremst: Levetzau greifi, siðar stiptamtmaður, og.
— Magnús Stephensen.
II.
Mönnum er gjarnt að tala um tímamót í sögu þjóð-
anna, og er það háttur margra, að skipta sögunni í þætti.
eða tímabil, eftir því. Þess háttar skipting getur verið gagn-
leg, ef vel er á haldið. En hún getur h'ka leitt til mis-
skilnings, ef sögumaðurinn hefir ekki fullkomið yfirlit um
samhengi atburðanna, sem hann vill leiða í ljós. Enda er
fátt eðlilegra en það, að misskilningur valdi meira mis-