Skírnir - 01.01.1933, Side 177
:Skírnir]
Magnús Stephensen.
171
gáfur stjórnvitringsins í fyllsta mæli, en kemur þó, þrátt
fyrir allt, undir þessa grein. Mann, sem ekki rnarkar tima-
mót í sögu landsins, og vinnur ekki stórvirki, ef slikt skal
metið eftir því einu, sem á vinnst beinlínis og þreifað
verður á svo að segja. En hann innti það þrekvirki af
'höndum, að halda á lofti merki viðreisnar og framsóknar,
gegn um 40 ára andstreymi, við seigdrepandi trúleysi og
andþóf þeirra manna, er mestu varðaði að legði honum
lið, og við mikinn beinan fjandskap og næsta haldlítið
fylgi landslýðsins, þeirra manna, er það varðaði mestu að
barátta sú, er hann hóf, yrði sigursæl. Ég vil nefna þenn-
an mann, annan farþegann á fyrsta vetrarskipinu fyrir
hálfri annari öld síðan: Magnús Ólafsson Stephensen.
III.
16. apríl 1784 var skipi haldið inn á Hafnarfjörð.
Norðangarður var á, með fjúki og frosti, úfinn sjór og
skuggalegt til lands að sjá. Skipið var laskað og svell-
runnið og reis þyngslalega við sjóunum, skipshöfnin slæpt
og illa til reika, skipstjórnarmenn langþreyttir af vökum og
-áhyggjum. Fyrir nokkrum klukkustundum höfðu þeir nærri
verið farnir í skerjagarðinum framan við Mýrar. Þeim vildi
það til lífs, að sjóinn lægði þá í bili og síðan breyttist átt-
in og færðist í norðrið. Og svo illa sem á horfðist, skolaði
þeim einhvern veginn út úr skerjagarðinum og svo suður
í flóann. Nú nutu þeir þess, að innan borðs var maður,
sem kunnugur var frá fornu fari um þessar slóðir, en sjálfir
voru skipsmenn með öllu ókunnugir hér við land, og þorðu
eigi að ráða til hafna, þótt eigi væri þeim nú annað meir
í mun en að losna úr hafvolkinu. Nú stóð þessi hafnsögu-
maður við stýrið, grannvaxinn unglingur, 21 árs gamall,
gugginn yfirlitum og horaður eftir sjóvolkið, veikur af vos-
búð og harðrétti. Gömlu sjómönnunum varð nokkuð star-
sýnt á hann. Því líkan hafnsögumann höfðu þeir aldrei
haft á sinni særoknu æfi. Ekki mátti hann sjómannlegan
kalla, og furða, ef hann var með öllu laus við sjóveiki á
iþessari stund, ef nokkuð mátti af litarhættinum ráða. Mik-