Skírnir - 01.01.1933, Síða 178
172 Magnús Stephensen. [Skírnir
ið dökkt hár féll honum niður á enni og við það sýndist
hann enn fölari. Nefið rétt og nokkuð hátt sýndist fullstórt
í horuðu andlitinu, og varð maðurinn því gelgjulegri að
sjá. Munnurinn nettur og síður en svo harðlegur, sem þó
hefði vel sómt skipstjórnarmanni í baráttu við vind og
sjó. En festa var í svipnum, augnaráðið stöðugt og hand-
tökin þétt. Hann spjaraði sig, þrátt fyrir allt.
Hann spjaraði sig vel. Frá því um hádegi daginn áð-
ur og fram eftir morgni þessa dags hafði dauðinn setið um
þá, vofað yfir jafnt og þétt. Honum hafði hnykkt við þeg-
ar hann kom fyrst upp á þilfarið og sá og heyrði svarr-
andi brotsjóana allt umhverfis skipið, hálfu ægilegri í grárri
éljaþokunni. Hann hafði varað skipstjórann áður rækilega
við þessari hættu. En skipstjóri var hvergi smeykur og lét
hleypa sem horfði, og nú hengu þeir þarna á öllum sín-
um festum, í grenjandi straum og hafróti. Brimsogandinn
togaði skipið lengra og lengra inn á milli skerjanna, er
gnístu tönnum, albúin að bryðja það i smátt. Honum
hnykkti við — í svip. Og það var líka sizt að undra. Hitt
var einkennilegra, að hann varð strax alveg rólegur. Þetta
var hans háttur, hann fann það glöggt, þótt eiginlega hefði
aldrei reynt á það fyrri en nú: í yfirvofandi hættu var
hann rólegur, nærri kaldur — eins og hann gat þó rokið
upp af smámunum á stundum. En rósemin hans bjó sarnt
ekki yfir neinu hversdagsskapi á þessari stundu.
Með þungum huga hafði hann iagt upp í þessa ferð.
Æfintýraþrá, metnaður og löngun til þess að vinna sér
hylli voldugra manna togaðist þar á við kvíðann fyrir
erfiðleikum ferðarinnar og þeirn vanda, er honum var á
herðar bundinn. Og svo eftirsjáin eftir eyddum námstíma
og töf frá lærdómi, er hann unni mest og hafði fram til
þessa helgað mesta krafta sína. Jafnvel umhugsunin um
að fá að hitta hjartkæra móður sína og föður sinn létti
ekki mikið skap hans, þvi að ærinn kvíði var honum að
því, að jafnvel þeim væri nú ekki óhætt. Svo var það'
einn kaldan vetrardag að landið birtist honum aftur, í
fyrsta sinn eftir rúmra tveggja ára fjarveru og langa og