Skírnir - 01.01.1933, Side 179
'Skírnir]
Magnús Stephensen.
173
harða útivist. Landið — var þetta i raun og veru landið,
eða var það svartur og mórauður klakkabakki, úfinn og
hrottalegur klakkabakki, sem gekk snöggvast upp, rigndi
eldi og brennisteini og sökk svo aftur i gráan vetrarsæ-
inn, tvístraðist fyrir veðurofsanum, er hrakti skipið á ný
út á djúpin.
Víst var þetta landsýn. Og áhrif hennar rugluðu ger-
samlega hugsunum hans. Áður hafði hann dreymt dag-
drauma um að vinna sér frægð og hylli voldugra manna,
þótt undir niðri væri honum hvergi rótt. Nú ruddist að
honum sjálfur veruleikinn, sá sem hann hafði fyrir nokkru
'heyrt tíðindi frá, er nótt eftir nótt héldu fyrir honum vöku.
Ruddist inn á hann reifaður mórauðum skýjum, rofnum
af eldleiftrum og drynjandi þrumufleygum. Veruleiki? Var
það ekki öllu heldur umgerð um veruleika, sem hvorki
hann né nokkur annar, sem utan við stóð, hafði enn
þá getað gripið nógu fast: Bak við þennan bakka, undir
þessum mórauðu, eldrofnu skýjum var heil þjóð, hans eig-
in þjóð að mjakast þumlung fyrir þumlung fram af heljar-
þröminni, ofan í kvalafulla tortímingu.
Svo kom dvöl hans í Noregi. Þar varð hann að sitja
afturreka og fartepptur fram á útmánuði. Hann mátti til,
Og hann hafði fleygt frá sér með krafti vilja síns öllu því,
^em þyngdi á hug hans. Hann mátti til. Hann hafði skemmt
■sér í veturvist sinni hjá Þorkeli Fjeldsted í Hólmagarði,
fornvini föður sins. Skemmt sér eins og ekkert hefði
í skorizt, eins og hann væri á heimleið í skólaleyfi, rétt
að gamní sínu, og biði snöggvast skips. í þessu heim-
kynni lífsgleðinnar var enginn jafnkátur eins og einmitt
hann. Enginn dansaði jafn létt og dátt eins og þessi ungi,
íslenzki stúdent, sem hér var hrókur alls fagnaðar. Eng-
inn vissi, að hann dansaði á glóðunum, sem brunnu yfir
gígunum við Laka. Hann vissi það víst tæplega sjálfur.
Og enn var lagt á hafið, til heimferðar. Nú var ekki dans-
að, ekkert undanfæri. Nú þyrmdi yfir á ný áhyggjum og
þungum hugsunum, en með öðrum hætti en fyrr. Hann var
<ekki lengur miðpunktur alls sjálfur. Hann var hættur að