Skírnir - 01.01.1933, Page 181
Skírnir]
Magnús Stephensen.
175
nokkru dýpra, á stjórnborða. — Vor? Hér var ekkert vor!
Dimmt var yfir landinu. Og þó lá snjór jafnvel á láglendi,
grár snjór, en líka nærri hvítur. Nú sigu fjöllin fram úr
dimmunni, eins og skriðjöklar, hraunin lágu að fótum þeirra,
grá og úfin eins og jökulaurar eftir hlaup. Hvað var hér
að gerast? Uppi yfir var loftið þrungið mórauðu rökkri og
sleit úr því illyrmislegt fjúk. Stormurinn hráslagakaldur
beit í bert hörund manns. Brotsjóana útsuður af Gróttu
bar eins og hvíta hrynjandi veggi í gulmórauða hríðar-
blikuna.
Hér beið landið.
Og hér beið þjóðin. Fáeinir gegnkaldir, fársoltnir mann-
garmar hímdu í fjörunni og horfðu sljóum augum á hafið,
á skipið og bátinn, sem nálgaðist land, of langt leiddir til
þess að gera sér Ijóst, að hér var ef til vill hjálp á ferðum.
Þannig kemur Magnús Stephensen fyrst inn í sögu
Islendinga.
IV.
Ég ætla, að það verði lengi nokkurt íhugunarefni þeim
mönnum, sem fást við sögu íslendinga á 18. öld, hvernig
þjóðin, sem lengst þess tíma taldi um 40 þúsundir manna,
fékk þó alið jafn marga óvenjulega vel gerða menn og
raun varð á. Nöfnin þekkjum við öll: Jón Eiríksson, Skúli
Magnússon, Eggert Ólafsson, Hannes Finnsson, Björn Hall-
dórsson, Bjarni Pálsson, Ólafur Stefánsson, Stefán Þórarins-
son, Magnús Stephensen. Við þessi nöfn eru tengd fyrstu
vormerkin í íslenzku þjóðlífi, eftir hundrað ára vetur eða
meir. Nýjum viðfangsefnum var varpað fram fyrir þjóðina.
Og það kom i Ijós, að hún hafði mönnum á að skipa,
sem voru þessum viðfangsefnum fyllilega vaxnir. Þessir
menn allir lifðu sín beztu þroska og starfs ár eftir mið-
bik aldarinnar. Yngstur þeirra var Magnús Stephensen..
Hann var aðeins 21 árs þegar móðuharðindin hófust, em
eigi að síður var hann mótaður algerlega að hætti við-
reisnaraldarinnar og öfgalaust hennar traustasti og mikil-
hæfasti maður, þrátt fyrir alla brestina.