Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 184
178
Magnús Stephensen.
[Skírnir
lífinu, nýjungar sem hefji þjóðina til velgengni og menn-
ingar á skömmum tíma. Því miður er saga Móðuharðind-
anna enn þá óskráð. Engin röksamleg tilraun hefir enn
verið gerð til þess að leiða í ljós, hvaða áhrifum þa5
veldur með fátækri og einangraðri þjóð, er rúmlega 20 °/0
allra manna í landinu deyja útaf í hungri og volæði á einu
ári, og allt að 50 °/0 af kvikfénaðinum, bjargræði alls þorra
manna, fer sömu leið. Þeir menn, sem lesa þessar h'nur,.
gæti reynt að glöggva sig ögn á þessu með því að hugsa
sér það ásíand, t. d. í Reykjavík, að þar félli á einu ári*
sex þúsundir manna úr hungri. En þótt menn gæti gripið
eitthvað þó nokkuð af ógn svo skelfilegra atburða, myndi.
fara víðs fjarri um það, að þjáningar íslenzku þjóðarinnar
1784—1785 væri þar með í ljós leiddar. Vonleysið, botn-
laus örvænting þeirrar hinnar örsnauðu og þjáðu kynslóðar
var ekki minnsti þátturinn í raunum hennar, og dýpri og
hræðilegri en auðvelt sé að skilja. Kynslóð sú, sem nú lifir
sitt bezta, hefir unnið svo mikla sigra í baráttu sinni til
þess að höndla þau lífsgæði, sem land vort býr yfir þrátt
fyrir allt, að jafnvel ný Móðuharðindi gæti ekki svipt hana
trúnni á framtið sína. Þeir menn, sem lifðu Móðuharðindin,.
áttu reyndar einskis að minnast af því tæi, og einmitt þess
vegna einskis að vænta, sem er þyngst af öllu. Það er al-
veg ástæðulaust að hneykslast nú á þeim mönnum, sem
létu sér koma það til hugar 1785, að réttast myndi að
flytja á brott það sem enn hjarði af mönnum á íslandr
og fá þeim nýjan bústað — á Jótlandsheiðum. Minna má
á það, að hundrað árum síðar gerðu ýmsir íslendingar það
að umtalsefni, að flytja burtu af landinu, því að þar væri
ekki lifanda vegna harðinda. Og fjöldi manna hvarf að því-
ráði. Og þó var sannarlega ólíku saman að jafna: kjörum'
og horfum á íslandi 1783—1790 og 1883—1890, er fólks-
flutningur var mestur brott af landinu.
Þannig var þá ástatt 1784, þegar Magnús Stephensen
kemur fyrst til sögunnar. Sjálfur var hann brennandi af
hugsjónum og anda upplýsingaraldarinnar, kjörinn til þess,.
ef svo hefði mátt verða, að leiða þjóð sína til stórra fram-