Skírnir - 01.01.1933, Síða 185
Skirnir] Magnús Stephensen. 179
kvæmda og framfara um öll hennar efni. En í þess stað
var hann nú kvaddur til þess að líta yfir rústir og gefa
skýrslu um, hvað væri með öllu eytt og glatað og hvað
hægt myndi vera að hressa eitthvað við á ný. Hann fékk
heldur aldrei tækifæri til þess síðar að hefja skipulega og
gagngerða framsókn i atvinnuefnum þjóðarinnar. Honum
var gefinn sterkur og óþreytandi vilji, þekking og fram-
sýni. Hann var fæddur foringi. En hann fékk ekki notið
krafta sinna sökum þess, að straumur tímans lá honum of
þungt í fangi. Eigi að siður vann hann stórvirki með átök-
um sínum og þrautseigju. Hann var umfram allt raunsær
maður, og hann skildi, að þá fyrst var unnt að manna
þjóðina að hætti nýrrar aldar, er henni væri gefið oln-
bogarúm til þess að skapa sér sæmilega atvinnu. Annar
höfuðþátturinn í æfistarfi Magnúsar Stephensen var því
baráttan fyrir fullkomnu verzlunarfrelsi, er hann hugði, og
það með réttu, að væri fyrsta skrefið til efnalegs frjáls-
ræðis landsmanna. Hinn höfuðþátturinn var starf hans að
því að mennta landsmenn. Fræða þá um þau efni, er með
siðuðum þjóðum voru til menningar talin, en honum þótti
á skorta að íslendingar þekkti eða hirti um að þekkja.
Hvorttveggja þetta bar í sér neistann frá viðreisnaröldinni
og hélt honum lifandi með ýmsum nýtum mönnum í land-
inu. Það er tæplega rétt að segja, að þeir kyndlar, sem
Fjölnismenn brugðu siðar upp fyrir þjóðinni og lýstu henni
bezt út úr öngþveitinu, hafi tendrazt af þessum neista.
Eldur þeirra var nýr og nokkuð annarar náttúru. En kald-
ari hefði aðkoman verið þeim og Jóni Sigurðssyni, ef
Magnúsar hefði ekki að notið. Því að það er víst, að af
samtímamönnum var enginn annar en hann fær um að
brúa yfir áfallatímabilið frá 1783. Ekki faðir hans, Ólafur
stiptamtmaður, þótt hann væri spakur að viti og kynni
vel ráð að sjá. Hér þurfti hjartalag meira en greind. Ekki
Stefán amtmaður Þórarinsson, sem þó var bæði vitur og
góðgjarn og áræðismaður, er hann fékk noiið sín. Hann
skorti þol. Ekki Hannes biskup Finnsson. Hann var of
gæfur maður, enda naut hans ekki lengi við. — Enginn.
12*