Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 186
180 Magnús Stephensen. [Skírnir
Og þannig atvikaðist það, að Magnús Stephensen
varð ferjumaðurinn við verstu torfæruna, á leið íslendinga
framan úr fornöld. Á hans herðum hvíldi framtíð þjóðarinn-
ar, eins og barnið á herðum hins heilaga Kristófers forðum.
Hægt hefði verið að kjósa á sterkari herðar, glæsilegra
riddara við fljótið. En hann bilaði ekki. Hann bilaði aldrei.
Það er gömul venja að tala um dagrenningu þegar Fjölnis-
menn koma til sögunnar og Jón Sigurðsson, hina miklu
dagrenningu í lífi íslenzku þjóðarinnar. Ferjumaðurinn
stefnir móti deginum. Við sjáum hann enn fyrir okkur.
Hann er okkur hugstæðastur þar sem hann ber við dags-
brúnina, stefnir inn í bjarmann af dagrenningunni miklu.
VI.
Ólafur Stephensen, faðir Magnúsar Stephensen, var
gáfaður maður og bráðduglegur starfsmaður, enda eru fá
dæmi í sögu vorri um jafn-skjótan og glæsilegan frama
og þann, sem honum hlotnaðist. Faðir hans, Stefán prest-
ur Ólafsson á Höskuldsstöðum, var víst sæmilegur klerkur
á sinni tíð, en hafði rýrðarbrauð og var ekki mjög efnaður.
Hans naut líka stutt við. Þeir synir hans, Ólafur stiptamt-
maður og Sigurður biskup, nutu þvi meir hæfileika sinna
og hamingju ættarinnar en auðs úr föðurgarði, er þeir hóf-
ust til æðstu valda í landinu, hvor á sína grein. Á það
ekki sizt við um Ólaf, sem var eldri þeirra bræðra og
mikilhæfari, og mun líka hafa stutt bróður sinn heldur en
ekki. Ólafi auðnaðist það, sem annars eru fá dæmi, nema
í æfintýrum: Hann eignaðist kóngsdótturina og ríkið allt,
þótt hann væri aðeins örsnauður prestsson — með 2.
einkunn í lögfræðisprófi. Þvílíkum tíðindum þótti það sæta,
er Ólafur fékk einkadóttur Magnúsar amtmanns Gíslason-
ar, sem þá var ríkastur og valdamestur maður á íslandi,
að um það hefir myndazt þjóðsaga. Sagan er regluleg
perla. Hún er á þessa leið:
Þegar Ólafur hafði lokið námi í Kaupmannahöfn, hélt
hann heim til íslands og kom út í Hólminum. Átti hann
sér þá ekkert víst, en var svo fátækur, að hann átti ekki