Skírnir - 01.01.1933, Page 188
182
Magnús Stephensen.
[Skirnir
virðist Sigríður dóttir hans hafa líkzt honum um flest. Hjá
því gat þá varla farið, að þessu fólki félli vel saman. Var
hjónaband þeirra Ólafs og Sigríðar hið bezta og heimilis-
bragur þeirra allur hinn fegursti á Leirá, meðan þeir Ólaf-
ur og Magnús bjuggu þar saman, og svo jafnan síðan.
Varð þetta ættgengt, því að um það ber öllum saman,
jafnt innlendum mönnum sem erlendum, er kynntust þeim
Ólafi Stephensen og sonum hans, einkum Magnúsi og
Stefáni amtmanni, að hjá þeim var heimilisbragur afburða
glæsilegur, eftir því sem tíðkaðist á íslandi í þá daga, og
því likur sem gerðist með tignum mönnum erlendis. Leirár-
heimilið gamla var hér fyrirmyndin og Sigríður húsfreyja
sú er blænum réði og öllu sneri til horfs. Hún kenndi
sonum sínum að unna híbýlaprýði og fegurð allri, svo að
þeir gerðu sér jafnan far um slíka hluti, en sumt var kyn-
fylgja úr föðurætt og áhrif frá föður þeirra, fyrst og fremst
sönggáfan og ást á fögrum skáldskap, er mjög var rík í
Eydalaætt. Hér er þessa getið af þeim sökum, að héðan
gætir sterkra áhrifa á alla háttu Magnúsar Stephensen og
hugsunarfar hans, þótt aldrei yrði hann eins fágað prúð-
menni og Stefán bróðir hans. Það var eins og hann gæti
aldrei fyllilega losað sig við einhvers konar stirfni, sem
gerði það að verkum, að hjá honum varð listin sjálf að
kunnandi eða íþrótt, þegar bezt lét, fegurðin viðhöfn og
prúðmennskan sýndist oft blandin þótta og jafnvel fordild.
En ást hans og þrá til listar og fegurðar var samt ótví-
ræð, einlæg og — vegna þess hvað hún átti erfitt með
að fá notið sín: tragisk. Þrátt fyrir gáfur sínar og snjöllu
yfirburði yfir flesta eða alla sína samtímamenn var hann aldrei
ástsæll. Menn beygðu sig fyrir honum, en elskuðu hann ekki.
Menn áttu hann að, en veittu honum slælegt fylgi. Hann
var þeim ofviða, líka sem foringi.
VII.
Ólafur Stephensen mátti manna bezt um það vita,
hvernig það var, að brjótast félaus áfram við háskólann í
Kaupmannahöfn. Synir hans fengu aldrei neitt af því að