Skírnir - 01.01.1933, Side 189
Skírnir]
Magnús Stephensen.
183
segja. Líklega hafa engir íslenzkir stúdentar, fyrr eða síðar,
verið betur gerðir úr föðurgarði til háskólanáms i öðru
landi en þeir bræður, Magnús og Stefán. Þeir voru svo
TÍflega haldnir með fé, að þeir gátu fyrir þeim sökum
haldið fullkomlega til jafns við hvern annan námsmann,
þótt tiginborinn væri, og gerðu það víst líka, því að metn-
•að skorti þá ekki, hvorki um þessa hluti né aðra. Þannig
hefndi Ólafur Stephensen fátæktar sinnar á stúdentsárun-
um. En hitt sýnir nógu vel mannlund þeirra bræðra og
þroska, og hald þess uppeldis, er þeir höfðu fengið, er
þeim varð hvergi hált í meðferð fjárins, svo ungum mönn-
tim og reynslulitlum. Eru þess þó nóg dæmi, að mikil
fjárráð hafa orðið viðsjálli ungum mönnum en fátæktin
;sjálf og baslið. Og eigi skorti óreglu ýmiskonar meðal ís-
ienzkra stúdenta í Kaupmannahöfn um þessar mundir frem-
ur en oft fyrr og siðar, er mörgum varð tafsöm frá nám-
ánu og fjárfrek, hvorttveggja oft langt um efni fram. Þeir
ibræður tóku jafnan hæfilegan þátt í félagslifi landa sinna,
voru báðir gleðimenn miklir og engir bindindismenn, að
hætti sinnar aldar. En hófsernin var þeim eiginleg, einkum
Magnúsi, eiginleg og töm.
En hafi Magnús Stephensen notið hins bezta uppeldis
hjá foreldrum sinum, og betra en flestir jafnaldrar hans
•áttu að fagna, þá má eigi síður segja, að námsferill hans
í Kaupmannahöfn og þroskabraut var með líkum hætti frá-
brugðin því, sem almennt var. Nám sitt sótti hann af því-
díku kappi, að nærri var við of, þvi að heilsan var hvergi
nærri sterk um þær mundir. Gengu honum öll próf vel,
og myndi víst flestir námsfélagar hans þótzt vel hafa sýsl-
-að, er prófunum var náð. En slíkt nægði Magnúsi alls ekki.
Gott lagapróf var fullnóg til þess að verða sýslumaður í
Gullbringusýslu eða Kjósinni, jafnvel til dálítið betra em-
bættis. En hann var ekkert um slíkt að hugsa fyrst í stað.
Lærdómur, menntun var honum ekki leið til frama, heldur
framinn sjálfur. Hann gaf sér tíma til þess að læra tungu-
mál, heimspeki og náttúruvísindi, áður en hann byrjaði
fyrir alvöru á embættisnámi, sem honum var í fyrstu ógeð-