Skírnir - 01.01.1933, Síða 190
184
Magnús Stephensen.
[Skirnir
fellt. Um allt þetta lagði hann sig fram. Hann hafði hæfi-
leika og skaplyndi til vísindastarfa, og hefði hann mátt
velja um æfistarf, er hann var 25 ára, myndi hann hafa
valið það. En því er ekki að neita, að í honum var tví-
veðrungur nokkur. Annars vegar vísindin, hins vegar em-
bættisframi, völd og auður. Þetta togaðist á um hann, eins
og það hafði togazt á um suma ættmenn hans í Eydala-
ætt, þá sem mestir voru fyrir sér. Áhrifin frá mági hans,.
bezta kennara og tryggðavini, Hannesi biskupi Finnssyni,.
hnigu öll með menntuninni, lærdómnum, vísindunum. En
þar á móti stóð faðir hans og svo erfðavenjur móðurættar-
innar, þessa margtvinnaða valdsmanna kyns, sem vildi
stjórna og njóta gæða þessa heims, fremur en bíða annars
tilkomanda, og þótti það vel hafa gefizt. Þó telur Magnús
sjálfur, að það hafi ráðið mestu um framtíð sína, er faðir
hans lét hann fastna sér konu, áður hann færi utan 1781,.
þá 19 ára að aldri og með öllu óráðinn. Þessi kona beið
hans heima á íslandi, þangað til hann hvarf heim að loknu
prófi 1788 og settist hér að. En hvað sem um þetta má
segja, þá er það þó Ijóst, að Magnús bjó sig frá upphafi
til alls annars en þess að verða venjulegur fræðagrúskari.
Má vera, að örlög hans hafi verið ráðin með honum sjálf-
um, áður en hann gerði sér það fyllilega lióst. Kannske
hefir fyrir honum vakað eitthvað, sem okkur er nú hulið,.
og að vísu voru vísindamenn á 18. öld yfirleitt hvergi
nærri jafn-lítils metnir eins og gerist nú á dögum, á öld
vélanna og gróðahyggjunnar. Á Hafnarárum sínum lagði
Magnús mikla rækt við það, að temja sér til hlítar iát-
prýði alla í umgengni við tigna menn, og samkvæmisháttu,
dans og annað því líkt, sem heyrði til uppeldi þeirra
manna, er aðalbornir voru og fyrirmenn vildu verða, en lítilJ
kostur var þá að læra slíkt úti á íslandi. Hér mun nú reyndar
meir ráðið hafa kappgirni Magnúsar, er hann vildi hverjum
manni jafn-snjall vera, heldur en hitt að hann væri þá ráðinn
i þvi að leggja stund á hirðmennsk.u og þátttöku í fé-
lagslífi tiginna manna í Kaupmannahöfn og hyggði með-