Skírnir - 01.01.1933, Page 191
Skírnir]
Magnús Stephensen.
185
alvöru á það að setjast þar að. Enn fremur bendir það tií
þess, að vísindaáform hans hafi ekki staðið mjög djúpt.
En svo óráðinn sem Magnús var sjálfur lengi á náms-
árum sínum, þá var faðir hans fyrir löngu alveg ráðinn i
því, að hann skyldi nema lög og verða embættismaður
heima á íslandi og sjálfsagt hátt settur. Með atbeina Jóns
Eiríkssonar, sem skjótt fékk mikið álit á Magnúsi, komst
hann, áður en hann vissi af, inn í stjórnarskrifstofurnar,
fyrst sem sjálfboðaliði, síðar sem launaður starfsmaður í
kansellíinu. Vist Magnúsar þar hafði góð áhrif á frama
hans síðar meir, en varð honum að sumu leyti óhentug.
Hann lærði hér til hlítar tækni alla og aðferðir um af-
greiðslu mála, er honum kom síðar vel. En ætli honum,
svo ungum manni, hafi ekki verið ofurefli að verjast því, að
maskínubragur þessarar óskaplegu bréfaverksmiðju slædd-
ist eitthvað inn í hans eigið hugskot og loddi þar siðan?
Öldin sjálf var viðhafnarsöm, íburðargjörn og formgefin,
og fyrir bragðið dálítið stirfin. Með embættismönnum og
stjórnarherrum einveldisins gætti þessara einkenna aldar-
innar með sérstaklega áberanda hætti, allt frá kansellístíln-
um, sem sat þeim í fingurgómunum, og niður — eða upp —
i vélgengi embættisframans, sem var óbifanlegt eins og
eitthvert náttúrulögmál, nema til kæmi mikið fé og sterk
persónuleg áhrif mjög háttsettra manna, og varð slíkt þó
að gerast á »formlegan« hátt. Hér var fyrsta reynsla Magn-
úsar sem embættismanns, og von bráðar var hann full-
komlega seldur undir lögmálið. í skjóli þess og í meira
eða minna augljósri baráttu við það lifði hann síðan alla
æfi sína. Hann gat vitanlega ekki sigrað það, og það sigr-
aðist ekki heldur til fulls á honum. En augljóst er, að
ýmislegt, sem nú þykir miður fara hjá mönnum eins og
Magnúsi Stephensen, er í raun réttri framkvæmi skipulags,
er þeir bjuggu við, og menn eru nú almennt hættir að
skilja. Hégómagirni, valdastreita og sjálfsönn eru hræði-
leg orð í munni þeirra manna, sem ekkert eru annað en
áburðarleysið, lítillætið og einurðin við sjálfa sig, svo ekki
sé nú talað um þekkingu og dómskyggni. Tökum t. d„