Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 194
188
Magnús Stephensen.
[Skírnir
maðurinn var heimsborgari í hugsun, víðsýnn, frjálshuga-
Ekki þýlyndur einveldis þjónn, eins og mönnum hætti við
framan af 18. öldinni, en því síður einsýnn þjóðernissinni
eins og ýmsum hætti síðar til. Magnúsi var það engin þraut,.
að sætta sig við þá hugsun, að ísland væri hluti af ríkjum
Danakonungs. Þvert á móti. Eins og á stóð voru það
mikilsverð réttindi íslendinga að heyra til stórri ríkjaheild,
sem hafði í sjálfu sér, ef rétt var á haldið, bæði mátt og
líka skyldu til þess að styðja að viðreisn lands og þjóðar..
Því að þar skorti á, að íslendingar hefði nokkru sinni
fengið að njóta þeirrar aðstöðu í þessu stóra þegnafélagi
sem þeim bar að réttu. Þeir voru nú langt aftur úr ná-
grannaþjóðunum, mest vegna langvinnrar óstjórnar og
kaupþrælkunar, er lamað hafði kjark þeirra, kyrkt menntun
þeirra, sljóvgað framfarahug þeirra, steypt þeim í volæði..
Gert þá að þrælum vanadeyfðar, trúlausa á sjálfa sig og
land sitt, og tómláta um sín eigin velferðarmál. Það var
því ekki til þess eins, að taka við lögmannsstarfinu, sem
Magnús Stephensen réð það af að hverfa heim til íslands
1788. Hann hefði áreiðanlega ekki fórnað stöðu sinni og
framavon ytra fyrir slíkt. Ekki var það heldur vegna
föður hans eða heitkonu einvörðungu, þótt helzt telji hann
þær ástæðurnar, er hann minnist þessa 40 árum síðar.
Starf hans og stefna alla tíð sýnir þetta glöggt. Hann hvarf
heim til þess að manna þjóð sína, gera hana hæfa til
þess að geta notið sjálfsagðra réttinda sinna i þegnafélagi
ríkjanna. Hann ætlaði að vinna það á, að þetta jafnréttr
næðist fullkomlega í reynd. Við vitum nú, að þessi hug-
sjón Magnúsar og ýmsra ágætra samtímamanna hans umi
einskonar hærri einingu þjóðanna i Danaveldi undir upp-
lýstri einvaldsstjórn var skýjaborg ein, draumsjón í aðra
röndina og sjálfsblekking í hina. Og Magnús Stephensen
lifði nógu lengi til þess að sjá ömurlegt tómið bak við
þessa fallegu blekkingu. Til þess að vekja menn almennt
af þessum draumum þurfti samt ekkert smáræði: Stjórnar-
byltinguna miklu, Napoleonsstyrjaldirnar, afturkastið, júlí-
byltinguna í þokkabót, og hrökk varla til. Slíkum manni;