Skírnir - 01.01.1933, Page 195
Skirnir]
Magnús Stephensen.
189
sem Magnúsi Stephensen nægði minna. Verzlunardeilan
1794—1816 og styrjöldin 1807—1814 sviptu til fulls hul-
unni frá augum hans og létu hann sjá nógu vel óheilindi
þeirrar stjórnarstefnu, er hann hafði lengi þjónað, af of
xniklum trúnaði. En þá var hann líka tekinn að þreytast,
og um sömu mundir tóku áhrif hans utanlands að þverra,
■og varð hann að þoka fyrir erlendum afturkastsmönnum
um áhrif á æðstu stjórn landsins.
IX.
Það varð hlutskipti Magnúsar Stephensen að vera
dómstjóri æðsta dómstóls i landinu um 48 ára bil. Nærri
má geta, að um starf þetta mætti langt mál rita, þótt hér
sé þess aðeins stuttlega minnzt. Á þessum tíma verður
mikil breyting á um réttarfar í landinu og skipun dóms-
mála. Einna merkast var það, er Alþingi var lagt niður
árið 1800 og landsyfirréttur stofnaður í þess stað. Sú breyt-
ing var að vísu gerð með ráði Magnúsar, þótt ekki réði
hann sliku einn, og heiir hann sætt ámæli fyrir og kallað
Ijós vottur um ræktarleysi hans um þjóðernisleg og sögu-
leg verðmæti íslendinga. Um þetía efni verða sjálfsagt
heilar bækur skráðar, er stundir líða, og ég ætla, að eigi
muni Magnús Stephensen og þeir menn, er með honum
réðu mestu um þessa skipulagsbreytingu í réttarfarsmálum
þjóðarinnar, þurfa að bera kinnroða af þessu ráði. Það
mun sannast, að eigi hafi önnur skipun þessara mála sjálf-
sagðari verið, né horft meir til réttarbótar öllum landslýð.
Það nær engri átt að blanda þessu Alþingismáli, ef svo
mætti nefna það, saman við Alþingismálið á dögum Fjölnis-
manna og Jóns Sigurðssonar, sem ölium má ljóst vera, ef
þeir vildi t. d. bera saman, segjum Alþingi 1799 og Alþingi
1845. Þar er augljóslega harla lítið sameiginlegt annað en
nafnið. Setning landsyfirréttarins er fyrsta átakið, sem gert
er til þess að snúa réttarfarsmálum þjóðarinnar í það horf,
að nálgast nýtízku réttarhugmyndir. En vinsælt var það
ekki. Stefna Magnúsar var sú, að milda hegningarlöggjöf-
ina og vægja mönnum við áfellisdómum fyrir smásakir.