Skírnir - 01.01.1933, Síða 196
190
Magnús Stephensen.
[Skírnir
En mörgum reyndist erfitt að kasta trúnni á hengingar-
ólina gömlu, vöndinn og gapastokkinn, að ógleymdri hinni
frægu betrunarstofnun íslenzkra smáþjófa og vandræða-
hnupplara, Brimarhólmi. Þeir fengu illa skilið, að gott sið-
ferði fengi að blómgast áfram i landinu, ef þvílík uppeldis-
meðul væri frá mönnum tekin. Var þó nægileg reynsla
fengin um það, að eigi fækkaði afbrotamönnum, þótt lögin
væri skerpt og refsidómur gengi, heldur jafnvel þvert á
móti. Hér á landi hefst hin mannúðlegri stefna í refsimál-
um með Magnúsi Stephensen, að vísu fyrir erlend áhrif.
En þótt dómstarfið væri höfuðstarf Magnúsar, verður
hans oftar minnzt vegna annars, fyrst og fremst vegna af-
skipta af verzlunarmálinu og stjórnar hans á Landsuppfræð-
ingarfélaginu, útgáfustarfsemi og ritstarfa í þess þágu. Þess
er ekki kostur hér að rekja sögu þessara afreka, svo vef.
sem þau sýna okkur manninn, hvort frá sinni hlið. Barátta
Magnúsar fyrir verzlunarfreisi frá 1795—1816 reyndi á karl-
mennsku hans meir en flest annað, er hann vann um dag-
ana, — það skyldi þá vera baráttan við hungurvofuna
1807—9 eða viðureignin við Júrgen Júrgensen, er hann'
kollvarpaði hinu nýstofnaða þriðja ríki þessa bráðduglega
og gáfaða æfintýramanns. Barátta Magnúsar við kaup-
mannavaldið danska varð reyndar alveg árangurslaus að-
öðru en því, að hún leiddi í ljós, að um þessi efni gátu
íslendingar ekki vænzt neinnar lagfæringar, án harðvítugr-
ar sóknar. Landsföðurleg umhyggja hinnar æðstu stjórnar
í Kaupmannahöfn átti bágt með að ná til íslands og klór-
aði yfir aðgerðaleysi sitt með hræsnisfullu yfirvarpi. Hreyf-
ing sú, er vakin var hér á landi með Almennu bænar-
skránni 1795, var óvenjulega glæsileg. En fljótt dró mjög
af henni og á endanum, 1815, stóð Magnús Stephensen
einn uppi í baráttunni. Hann vann þá að vísu glæsilegan
diplomatiskar. sigur: málið var enn tekið fyrir, og and-
stæðingarnir gnístu tönnum og ætluðu að ganga af göfl-
unum. Kaupmannavaldið tók á því sem til var. Og það.
sigraði.