Skírnir - 01.01.1933, Síða 197
Skirnir]
Magnús Stephensen.
191:
X.
Landsuppfræðingarfélagið svo nefnda var stofnað á>
Alþingi 1794. Magnús Stephensen var frá öndverðu fram-
kvæmdarstjóri þess, tilsjónarmaður, eins og það var þá.
orðað, og bráðlega alveg einráður um gerðir þess. Til-
gangurinn með stofnun félagsins var sá, að efla bókaút-
gáfu í landinu, glæða þekkingu og smekkvisi meðal al-
mennings. Bókaútgáfa félagsins var hreint ekki lítil, þegar
á allt er litið, og talsvert fjölbreytt að efni. Félaginu var
tekið vel í fyrstu. En brátt var úti um vinsældirnar hjá
miklum þorra manna. Til þess lágu ýmsar ástæður, auk
gamla þolleysisins. í skrifum Magnúsar kom það berlega í
ljós, að hann taldi menntun landsmanna mjög áfátt, og lét
sér fátt finnast um ýmislegt það, er menn höfðu haldið til
þessa, að myndi duga sér til hjálpræðis, bæði þessa heims
og annars. Þess háttar skrif nægja enn í dag til þess að
losa mann við vinsældir og annað veraldargengi, og þó’
væri fullkomlega ranglátt að segja, að alþýðu hér á landi
um 1800 hafi verið auðveldara að leiða á brautir nýrra
sanninda en nú gerist. Síður en svo. Deyfðin var þá stór-
um meiri og fáfræði um öll lærdómsefni, ekki sízt allt, er
snerti erlendar þjóðir og erlenda menningu, og var það
von, því að alþýðu skorti með öllu fræðslu um slík efni
og öll tækifæri til að fræðast. Gegn þessum aldarhætti
reis Magnús Stephensen, og hér kom það í ljós, að hon-
um var annað tamara en hóglyndi og stilling í andróðrin-
um. Hann óstilltist yfir því, að mönnum geðjaðist misjafnt
að bókum hans, enda þótt þar væri valið efni eftir beztu,
fyrirmyndum upplýsingaraldarinnar. Hvað gat mönnunum:
gengið til þess að hafna slíku annað en fjandskapur gegn,
menntun yfirleitt, heimska og afturhald? Okkur, sem nú
lítum yfir viðureign Magnúsar við þá menn, er hann nefndi,
»]jóss óvini«, blöskrar alls ekki þótt viðtökurnar yrði á
þessa leið. Gott dæmi um það, við hvað hér var að berj-
ast, er sálmabókarmálið. Um þessar mundir var grallarinn
eina kirkjusöngbókin, og hafði hann þá haldizt í samæ
formi rúm 200 ár. Munu næsta fágæt dæmi þvílíkrar fast-