Skírnir - 01.01.1933, Page 198
192 Magnús Stephensen. [Skírnir
heldni við sálmabók, er í upphafi var nauða léleg. Og
Magnúsi varð að því, er hann gaf út sálmabókina 1801,
að svo rótgróinni fylgd við vanann varð ekki auðveldlega
snúið inn á nýjar brautir. En í sjálfu sér er það þjóðar-
skömm, að það skyldi kosta harðvítuga eftirgangsmuni og
jafnvel illindi, að fá presta og söfnuði til þess að skipta á
grallaranum og sálmabókinni, og að þó nokkuð af þeim
ógeðslegustu níðkvæðum, sem til eru á vora tungu, skyldi
verða eftirminnilegustu laun þess manns, er mestan þátt
átti í því að losa þjóðina við grallarasönginn.
Hér er ekki unnt að tala neitt nánar um framkvæmdir
Landsuppfræðingarfélagsins. En hjá því verður ekki komizt
að minnast á ritstörf Magnúsar. Það er venja að telja
ýmsa galla á ritum hans. Stíll hans er yfiileitt þungur og
málfæri full íburðarmikið, stirðt og útlenzkuskotið. Má finna
nokkra afsökun þessum ágöllum í því, að hann hafði lítt
vanizt að rita á móðurmáli sínu í skóla, en síðan vanizt
við að rita dönsku og það engan alþýðustil. Kansellístíls-
ins og hins þunga þýzk-danska setningalags gætir líka
•öllu meira í ritum Magnúsar en í ýmsu því, er bezt var
ritað um hans daga, þótt veruleg breyting yrði fyrst á ís-
lenzku ritmáli er þeir Rask og Sveinbjörn Egilsson tóku
að rita. Að nokkru leyti galt Magnús þess, að hann varð að
styðjast við erlend rit, er hann þýddi eða ritaði eftir, oft
um efni, er áður voru hér lítt kunn. Það var því ekki
ófyrirsynju, er hann talaði um »hér til litt dýrkað tungu-
mál vors lands, hvörju annara landa allmargar merkilegar
innréttingar, með þeirra margföldu og margbrotnu nöfn-
um og breytingum hafa um æfi duldar verið, og hverjar
löndum mínum því má eins erfitt veita hér í fjarlægð að
ímynda sér og voru máli þær hentuglega að reyna og út-
skýra«. Um skáldskap Magnúsar eða kveðskap er óþarfi að
fjölyrða, því að hann er fyrir neðan allar hellur. En það
er samt nógu gaman að athuga það, að þýðingar Magnús-
ar á erlendum gamankvæðum ýmsum og léttum kveð-
skap, er þá var hér lítt þekktur, hefir á sér álíka kauða-
degan byrjanda blæ og elztu sálmaþýðingarnar á siðaskipta-