Skírnir - 01.01.1933, Page 200
Hvers vegna orti Egill Höfuðlausn?
Eftir Guðm. Finnbogason.
Kvæði Egils og vísur gefa það svo ótvírætt í skyn,
að hann hafi heimsótt Eirík konung í Jórvík af fúsum
vilja, að mér virðist enginn kostur á að skýra þau á ann-
an veg. Sagan lætur Arinbjörn segja við konung: »Eg
fylgi hingat þeim manni, er kominn er um langan veg at
sækja yðr heim ok sættask við yðr; er yðr þat vegr mik-
ill, herra, er óvinir yðrir fara sjálfviljandi af öðrum löndum
ok þykkjask eigi mega bera reiði yðra, þó at þér sé hvergi
nær.« Ef þessi orð hefðu verið leikaraskapur, sem var ólíkt
Arinbirni, þá hefði þó Egill sparað sér það í Arinbjarnar-
kviðu að hæla Arinbirni upp i opið geðið fyrir það að hann
hefði engu logið í konungs garði (»vinr þjóðans, es vættki
ló í herskás hilmis garði«). Og hvaða ástæðu hafði hann
til þess að segja við Gyðu, systur Arinbjarnar: »Urðumk
leið hin ljóta landbeiðaðar reiði«, ef það var ekki satt?
Enda koma þessi orð alveg heim við orð Arinbjarnar i
konungs garði.
Gáum að, hvernig sambandi Egils við Eirík konung
var háttað. Egill var ástvinur Arinbjarnar, þess manns, er
hann hefir dáðst að mest allra manna og átti það skilið.
í Arinbirni hefir hann fundið sína karlmannshugsjón á hæsta
stigi og þar með raunar æðstu siðgæðishugsjón sinnar ald-
ar, svo sem Arinbjarnarkviða vottar. Arinbjörn var »heið-
þróaðr«. Hann átti ýmislegt í fari sínu, sem Egil skorti
sjálfan. Hann var öðlingur og fórnfús. Egill var fégjarn,
féfastur og sjálfselskur. Fégirnd Egils kemur víða fram, en