Skírnir - 01.01.1933, Side 201
Skirnir] Hvers vegna orti Egill Höfuðlausn? 195
hvergi átakanlegar en í ástríðu hans að ná í eignir Ljóts
bleika, sem Arinbjörn verður loks að greiða honum úr
sjálfs sín vasa, til þess að sefa hann. Þegar Egill segir,
eftir víg Ljóts, í vísunni til Friðgeirs, að hann ætlist ekki
til iauna fyrir verkið (»séka lóns til launa logbrjótanda
móti«), þá er hann bersýnilega að þagga niður græðgina
í eignir Ljóts og telja sér trú um, að hann hafi barizt við
hann af óeigingjörnum hvötum. Af því, hve fégirnd Egils
var römm, verður skiljanlegur ofsi hans, er hún mætti
mótspyrnu. Einmitt vegna yfirburða Arinbjarnar í þessum
efnum dáist Egill að honum. Þeir kunna ekki alltaf bezt
að meta dyggðirnar, sem eiga þær sjálfir, heldur hinir,
sem »bera löstu og kostu blandna brjóstum í«. Ljósið
sýnist bjartara við hliðina á skugganum. Vinátta Arin-
bjarnar var Agli staðfesting á manngildi sjálfs hans. Og
Egill átti eitt til að leggja fram á móti dyggð Arinbjarnar,
hann átti »íþrótt — vammi firrða«, hann var skáld. Hann
gat gert vin sinn — og hvern sem hann vildi — ódauð-
legan.
En Arinbjörn átti líka annan vin en Egil. Það var
Eirikur konungur. Þeim vini reyndist hann svo trúr, að
hann lét allar eigur sínar og frændur og vini og fylgdi
honum í útlegð. Eiríkur konungur átti ekki upptökin að
deilum þeirra Egils. Egill rauf að fyrra bragði griðin við
þennan vin Arinbjarnar vinar síns, þó að afsakanlegt væri.
I erfðamálum Egils á Gulaþingi kemur Eirikur raunar drengi-
lega fram. Hann lætur dómendur sjálfráða um meðferð máls-
ins og virðir þar með lög og rétt. Þegar svo Gunnhildur
lætur hleypa upp dóminum og févonir Egils eru heptar,
kemur upp úlfurinn í honum, og nú vinnur hann, að vísu
fyrst í sjálfsvörn, hvert hermdarverkið af öðru, unz hann
hefir rist konungi níð og drepið son hans ungan og efni-
legan. Reiði Egils þarna, þegar fégirnd hans fær ekki að
njóta réttar síns, gengur hamremi næst. En hvernig mun
hann hafa litið á þessar aðfarir sinar, þegar móðurinn rann
af honum? Hvernig hafði hann reynzt vini Arinbjarnar
vinar síns? Hvernig mundi Arinbirni hafa líkað það, að
13*