Skírnir - 01.01.1933, Page 202
196
Hvers vegna orti Egill Höfuðlausn?
[Skírnir
hann drap Rögnvald konungs son og risti konungi níð?
Egill vissi vel hvað föðurástin var. »Sonatorrek« sannar
það. Hann hafði unnið versta verk, sem unnið varð á vini
vinar síns. Hann hafði brotið boðorð Hávamála:
Vin sínum
skal maðr vinr vesa,
þeim ok þess vin;
en óvinar síns
skyli engi maðr
vinar vinr vesa.
Var hann þá orðinn ódrengur? Hafði hann fyrirgert rétti
sínum til vináttu Arinbjarnar? »Þá gerðisk Egill ókátr, ok
var því meiri ógleði hans, er meir leið á vetrinn«, segir
sagan. Var það þetta, sem hann var að hugsa um? Egill
var jafn djúpur og hann var fjölþættur og viðfaðma. Hann
tók ekki laust á neinu. Hann varð að fá frið við sjálfan
sig. Hvað átti hann að gera? Hvernig gat hann hafið sig
aftur í áliti Arinbjarnar? Hann gat ekki litið smáum augum
á Eirík konung eða lækkað hann fyrir sér. Það var að
lækka Arinbjörn og þar með sjálfan sig. Hann varð að
hækka Eirík aftur jafn mikið eða meira en hann hafði
lægt hann og sært — og sættast við hann. Hann gat það,
því að hann var skáld. íþróttin vammi firrða, innsti og
dýrasti strengurinn í sálu hans, varð að koma honum i
sátt við Arinbjörn — og konung — og sjálfan sig. Mundi
Eirikur konungur gefa honum tóm til að flytja kvæðið?
Það var spurningin um það, hvor þeirra Eiríks væri vold-
ugri andi! Og Egill vék aldrei fyrir neinni hættu. Hann
dró djarfhött
of dökkva skör . . .
Hann mátti vel lofa Eirík konung fyrir þá kosti, er hann
átti með sanni. Hann var hraustur hermaður og örlátur
við vini sína. Það var að vísu ekki nýtt um konunga, en
þá mátti bæta það upp með því að yrkja undir nýjum
hætti, leika hergnýinn á alla hljóðstafi málsins, yrkja hljóm-
mestu drápu, sem heyrst hafði í veröldinni. . . . Latnesk