Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 206
200 Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja. [Skírnir
stjórnarfari og menntun Þýzkalands, og væntu þaðan stuðn-
ings. Stjórnin í Berlín sparaði heldur hvorki fé né fyrir-
höfn, til þess að ná sem mestum völdum í tyrkneska rík-
inu. Vilhjálm keisara dreymdi stóra drauma, um að stofna
þýzk-tyrknest heimsveldi, sem keppa skyldi við Breta um
yfirráðin í Austurheimi.
Þegar heimsstyrjöldin hófst 1914, vænti Vilhjálmur
keisari sér styrks frá Tyrkjum, en þeir vildu sitja hjá og
sjá hvað gerðist. En þá tóku foringjar Ungtyrkja, Enver
og félagar hans, öll völdin í sínar hendur, og gengu í
stríðið að þjóðinni fornspurðri. Þar með voru örlög Tyrk-
lands ákveðin.
Sjaldan hefir nokkur þjóð beðið greypilegri ósigur en'
Tyrkir 1918, né átt harðari friðarkostum að sæta.
Helztu foringjar Ungtyrkja, Enver, Talaat og Djemal
flýðu úr landi, og voru allir drepnir síðar. Ný stjórn var
skipuð til þess að semja frið, og hún varð að ganga að
öllu, er henni var boðið. Á friðarfundinum í Sévres 10..
ágúst 1920 var Tyrkland limlest, svo að ekkert var eftir,.
nema Mikligarður og lítill skiki umhverfis borgina. Grikkir
fengu yfirráð yfir Smyrna og nálægum héröðum, kjarnan-
um úr Litlu-Asíu, önnur ákvæði friðarsamningsins er óþarft
að nefna. í Vesturlöndum töluðu menn um, að nú væri
Tyrkland loksins úr sögunni, en þá kom frelsun og endur-
reisn rikisins óvænt og skyndilega. Mustafa Kemal kom
til sögunnar og skapaði Tyrkland hið nýja.
Mustafa Kemal er fæddur í Saloniki, líklega 1880; í
Austurlöndum er altítt, að menn vita ekki hvenær þeir
eru fæddir. Hann var af fátækum embættismannaættum og
átti enga að, er gætu veitt honum stuðning. Þó komst
hann ungur á herforingjaskóla og stundaði námið af kappi,
einkum stærðfræði og sögu. Hann var fáskiptinn og þögull,
tók lítinn þátt í samkvæmislífi foringjaefnanna, en þótti
snemma metorðagjarn og einrænn. Eftir að Mustafa Kemal
varð frægur maður, hafa ýmsir rithöfundar reynt að sýna,
að hann hafi í æsku verið mjög líkur Napóleoni I., og svo