Skírnir - 01.01.1933, Side 208
'202 Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja. [Skírnir
Hann ferðaðist um landið, og sýndi mönnum fram á hví-
lík niðurlæging það væri fyrir Tyrki, hina fornfrægu
hernaðarþjóð, að ganga að slíkum friðarskilmálum.
Nú er ekki víst hversu miklu Mustafa Kemal hefði
-áorkað, ef Grikkir hefðu ekki komið honum til hjálpar,
þótt óviljandi væri. Þeir stjórnuðu öllu í Litlu-Asíu eins
og þeir ættu allt landið, og soldáninn í Miklagarði viður-
kenndi allar athafnir þeirra. Hann skipaði Mustafa Kemal
að leggja niður völd sin og koma heim til höfuðstaðarins,
og gera reikningsskap gerða sinna, en Mustafa Kemal kom
ekki til hugar að hlýða skipuninni. í stað þess kvaddi
hann til þings í Angora vorið 1920, og smátt og smátt
slitnaði ailt samband milli hersins í Litlu-Asíu og stjórnar-
innar i Miklagarði. Mustafa Kemal og félagar hans stefndu
fyrst að því, að reka útlendingana burtu úr Tyrklandi og
síðan að koma skipulagi á stjórn ríkisins. Þeir sáu að ein-
veldið var dauðadæmt, og vildu boða til allsherjar þjóð-
þings, til þess að semja stjórnarskrá fyrir ríkið.
Frá stjórninni í Miklagarði var engrar hjálpar að vænta
í baráttunni við Grikki og aðra útlendinga, en Rússar
veittu Mustafa Kemal nokkurn styrk með því að selja hon-
um fallbyssur. Nú gekk allt i þófi í rúm tvö ár. Ýmist
voru bardagar milli Grikkja og Tyrkja i Litlu-Asíu eða þá
samningaumleitanir. Mustafa Kemal reyndi að draga allt á
langinn, meðan hann var að æfa og útbúa herinn, og til
herbúnaðar var fórnað öllu, sem til var. Bændurnir smíðuðu
vopn úr plógum sínum og nálega hver maður, sem vopni
gat valdið, gekk i herinn. Útbúnaður var næsta fátækleg-
ur, til dæmis höfðu heilar hersveitir enga einkennisbún-
inga og fjöldi manns höfðu aðeins spjót að vopnum. Menn
hafa líkt þessum her við lið Magnúsar Stenbock í viður-
eigninni við Dani 1710 og hér kom lika í ljós hve miklu
járnvilji foringjans og eldmóður hermannanna getur áorkað,
þótt vopnin séu slæm og allur útbúnaður hinn lélegasti.
Tyrkneska þjóðin var gagntekin af trúarlegri og þjóðernis-
legri hrifningu, svo jafnvel lífverðir soldánsins í Miklagarði
Ætálust burt og struku til Angóra til þess að berjast undir