Skírnir - 01.01.1933, Síða 209
Skirnir] Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja. 203
merkjum Mustafa Kemals. Það var óspart breitt út, að
soldáninn væri í raun og veru fangi vantrúaðra manna.
Þó þorði Mustafa Kemal ekki að boða »heilagt strið«, því
nú var svo komið, að helmingur allra Múhameðstrúar-
manna laut Englendingum, og enskir þegnar gerðu kröfur
lil þess að verða taldir hinir sönnu erfingjar spámannsins.
Stórþjóðir Vestur-Evrópu skildu ekki hvað var að
gerast í Litlu-Asíu, enda höfðu stjórnir þeirra nóg að gera
heima fyrir, því allt var á ringulreið eftir heimsstyrjöldina.
Þó höfðu þær í raun og veru viðurkennt Angórastjórn-
ina með því að taka á móti sendimönnum hennar á
Lundúnaráðstefnunni 1921, og upp frá því má segja, að í
Tyrklandi væri tvær stjórnir, önnur í Miklagarði, lögleg, en
máttlaus og ráðalaus, en hin í Angóra, ólögleg að vísu,
•en henni óx styrkur með hverjum degi. Loks skyldi skríða
til skarar um yfirráðin í Litlu-Asíu. Grikkir hófu stríðið um
sumarið 1922 og lauk því með því að þeir biðu einn hinn
hræðilegasta ósigur, er sögur fara af. Á flóttanum brenndu
þeir borgir og lögðu heil héröð í auðn, og ekki var fram-
'koma Tyrkja við kristna menn mildari. Þannig var mikill
hluti borgarinnar Smyrna brenndur, en það var einmitt sá
hluti, þar sem kristnir menn, aðallega Grikkir bjuggu.
Þeir, sem tapa, borga striðskostnaðinn. Ósigur Grikkja
kostaði tvo þjóðhöfðingja kórónuna. Konstantín konungur
hröklaðist úr völdum, Múhameð VI. soldán flýði úr landi
■á ensku herskipi, »drottinn rétttrúaðra« varð að leita vernd-
ar hjá »vantrúuðum« mönnum og óvinum Tyrklands. Þingið
í Angóra samþykkti þann 2. nóv. 1922, að soldánsemættið
skyldi lagt niður, og þar með hvarf ætt Ósmans frá völd-
um, eftir að hafa ráðið fyrir Tyrkjum síðan á miðri 14. öld.
Þó skyldi einhver úr ættinni vera framvegis kalífi, það er
•að segja, æðsti maður kirkjunnar.
Vesturþjóðirnar höfðu boðað til fundar í Lausanne til
þess að ákveða um forlög Tyrlands. Nú sendi þingið í
Angóra út yfirlýsingu um, að það væri valdhafi Tyrklands,
æn ekki stjórnin í Miklagarði, og urðu vesturþjóðirnar að
ganga að þeirri kröfu.