Skírnir - 01.01.1933, Page 210
204 Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja. [Skirnir
Á Lausannefundinum fengu Tyrkir flestum kröfum sín-
um framgengt, og var það einkum að þakka æðsta full-
trúa þeirra, Ismet pasha, sem í einu hafði til að bera
slægvizku og samningakænsku Austurlandaþjóða og víð-
tæka þekkingu á högum Evrópuríkjanna. Friðurinn var
saminn 24. júlí 1923 og fengu Tyrkir að halda mestum
hluta Litlu-Asíu, nokkrum hluta Armeníu, og í Evrópu
Miklagarði og sneið af Austur-Rúmelíu umhverfis borgina
Adríanópel. Meira var ekki eftir af hinu forna, víðlenda
tyrkneska ríki. Grikkir héldu nálega öllum eyjunum í
Egeifshafi.
En þótt ríki Tyrkja væri bútað sundur, þá unnu þeir
þó mikla sigra á öðrum sviðum. Hin eldgömlu sérréttindi
kristinna manna í ríkinu, hinar svo kölluðu »kapítulatíonir«,
voru afnumin og stjórnin í Angóra fékk fullt vald til þess
að ákveða hverjir mættu búa í ríkinu austan við Hellu-
sund. Tyrkir urðu húsbændur í sínu húsi, og áhrif Evrópu-
þjóðanna á innanríkismál Tyrklands voru að fullu og öllu
úr sögunni.
Meðan Ismet og félagar hans háðu harða baráttu á
Lausannefundinum, hóf Mustafa Kemal baráttu sína fyrir
endurreisn Tyrklands, og það starf hefir vakið undrun og
aðdáun allra, er til þekkja.
Ríkið var stjórnlaust lagalega séð og fyrst varð að
fá löglega stjórn. Þingið í Angóra samþykkti, að allt vald
væri hjá þjóðinni og þingið færi með völdin fyrir þjóðar-
innar hönd. Þann 29. okt. 1923 varð Tyrkland ákveðið lýð-
veldi og sama dag var Mustafa Kemal kosinn forseti til
fjögra ára, og hefir hann síðan tvisvar verið endurkosinn.
Þingið er ein deild og þingmenn 315 að tölu. Kosn-
ingarrétt hafa allir karlmenn 18 ára að aldri. Þetta er
lægri aldur en þekkist í nokkru Evrópuríki, en þess má
gæta, að í heitum löndum, eru menn bráðþroskaðri, en á
Norðurlöndum. Konur hafa ekki fengið kosningarrétt enn
þá. Svo langt hefir Mustafa Kemal ekki þorað að ganga
á móti kóraninum og fornum venjum. Þó er nú vöknuð
sterk hreyfing fyrir kvenfrelsi í Tyrklandi, en að hún hefir