Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 211
Skirnir] MustaFa Kemal og Tyrkland hið nýja. 205
ekki sigrað enn þá, er því mest að kenna, að flestar á-
hrifamestu ungar hefðarkonur Tyrklands hafa fengið mennt-
un sína í París, en í Frakklandi hafa konur ekki kosningar-
rétt eins og kunnugt er.
Fyrsta málið, sem þurfti að útkljá, var skipun kirkj-
unnar. í löndum Múhameðstrúarmanna hafa trúmálin jafnan
setið fyrir öllu öðru. Soldánin var líka æðsti prestur eins
og áður er sagt. Nú var kosinn nýr kalifi, en hann gat
ekki unnið til lengdar með Mustafa Kemal, því var
embættið lagt niður 1923 og forsetinn gerður æðsti mað-
ur kirkjunnar. Jafnframt var öllum mönnum af ætt Ósmans
vísað úr landi.
Þetta vakti mikla mótspyrnu meðal rétttrúaðra Tyrkja,
en Mustafa Kemal barði allar mótbárur niður. Hann hélt
því fram, að ef Tyrkland ætti að geta staðizt sem sjálf-
stætt ríki, yrði það að læra af vesturþjóðunum. Hann
minnti þingmenn á gömlu rómversku setninguna: »Fas est
et ab hoste doceri« (af óvinum skal einnig læra), og hann
fékk því til leiðar komið, að flestum klaustrum var lokað,
hinir kirkjulegu dómstólar (Kadi) voru lagðir niður og
fræðsla æskulýðsins falin á hendur ríkisstjórninni.
Fræðslumálin voru veikur þáttur í þjóðfélaginu. Aðeins
örfáir menn kunnu að lesa og skrifa. Skólar voru stofn-
aðir, en bæði vantaði kennara og skólahús. Þá lét Mustafa
Kemal stofna skóla á götum úti, og gekk sjálfur um, og
kenndi mönnum að draga til stafs, og svo miklu fékk á-
hugi hans áorkað, að Tyrkir, sem um allar aldir höfðu
verið ólæsir og óskrifandi, fylltust áhuga á bóknámi, og
nú er því nær helmingur þeirra orðinn læs, en á þetta
verður betur minnzt síðar.
Þá kunni Mustafa Kemal einnig að taka blöðin og
útvarpið í sína þjónustu. Blaðamennska Tyrkja er alveg
ný, því einvaldssoldánarnir þoldu ekki slíkt. Nú eru gef-
in út um 20 blöð í ríkinu (íbúar um 15 miljónir) og þau
eru ekki stór, og mjög ólík því, sem gerist í Evrópu.
Helzt mætti líka þeim við Lærdómslistafélagsritin gömlu.
Þau eiga fyrst og fremst að vera eins konar skóli. Ræða