Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 212
206
Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja.
[Skírnir
það, sem er nytsamt fyrir þjóðina. Jafnframt þessu var
arabiska afnumin sem kirkjumál og menntamál og tyrk-
neska sett í staðinn og kóraninn kenndur á tyrknesku.
Latínuletur var tekið upp í stað hins erfiða arabiska leturs.
Þá tók Mustafa Kemal einnig leikhúsin í sína þjón-
ustu Leiklist var því nær óþekkt í Tyrklandi, sem meðal
annars kom til af því, að tyrkneskar konur máttu ekki
sýna sig á leiksviði. Nú voru samin þjóðleg leikrit um
merkisviðburði í sögu Tyrkja og konur léku hlutverk
kvenna, og svo langt er nú komið, að tyrkneskar konur
hafa leikið í kvikmyndum, fáklæddar og ineð ber andliL
Þessar myndir hafa þó ekki verið sýndar mikið í Tyrk-
landi enn þá. Það mundi húsmæðrum þykja of mikið
hneyksli.
Staða kvenna hefir verið allt öðruvísi í Austurlöndum,.
en í Evrópu. Múhameðstrúin lögleyfði fjölkvæni, og flestir
ríkir menn áttu margar konur, allt að 200, eða jafnvel
fleiri. Tala þeirra var aðeins komin undir efnahagnum..
Þessar konur voru lokaðar inni í kvennabúrum, og þeirra
gætt af geldingum. Þær máttu ekkert verk vinna og lærðu
ekkert nema eitthvað lítilsháttar í hljóðfæraslætti. Þær
máttu ekki koma út úr húsinu, nemá með fylgd og með
blæju fyrir andliti og hvergi koma fram opinberlega, né taka
þátt í neinum opinberum málum. Öll heimilisstörf voru
unnin af ambáttum og þrælum, því þótt þrældómur væri
að nafninu til takmarkaður, þá var hann þó í rauninni við
lýði allt til síðustu ára.
Bændurnir og fátæklingar í borgunum lifðu sjaldan í
fjölkvæni, en konur þeirra voru í rauninni réttlausir þrælar.
Mustafa Kemal sá, að lítil von væri til þess, að gera
Tyrki að verulegri menningarþjóð, meðan konurnar ættu
við þessi kjör að búa. Hann sagði, að þær gætu ekki orðið
góðar mæður hraustra sveina og auk þess væri mann-
réttindum þeirra misboðið með lífskjörum þeirra.
Hann byrjaði á því að stofna kvennaskóla, en það
bar lítinn árangur. Kvenfólkið vildi ekki ganga á skóla,