Skírnir - 01.01.1933, Page 213
Skírnir] Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja. 207'
er sniðnir voru eftir hætti vantrúaðra manna. Hann varð
því að taka til annara ráða.
Skömmu eftir Lausannefriðinn, þegar vegur Mustafa
Kemals var sem mestur, fékk hann því framgengt við vini
sína og helztu félaga á þinginu og í hernum, að þeir létu
konur sínar kasta andlitsblæjunni og taka upp Evrópu-
búning. Sjálfur hélt hann mikinn dansleik í Angóra, þar
sem allar dömurnar voru tyrkneskar, en klæddar eftir
nýjustu Parísartízku. Hann hóf sjálfur dansleikinn, enda
þótt dans hafi jafnan verið talinn ósamboðinn tyrkneskum
höfðingjum. Þetta bar tilætlaðan árangur. Nú fóru konurn-
ar sem óðast að taka upp siði og búning Evrópukvenna.
Fjölkvæni var ekki undir eins beinlínis numið úr lög-
um, en ýms lagaákvæði voru sett, er gerðu það því nær
ókleift. Mustafa Kemal hélt því fram, að menn ættu
að eiga aðeins eina konu. Sjálfur kvæntist hann stórríkri
og menntaðri konu, en ekki var hjúskapur þeirra langur,
enda var hvorttveggja óskapsmaður, eins og stendur í
Sturlungu.J)
Nú er því svo komið, að tyrkneskar konur hafa losað
sig úr miðaldaþrældómnum. Þær hafa kastað andlitsblæj-
unni, sem skoða má tákn þrældómsins. Þær hafa fengið
aðgang að fjöldamörgum störfum til jafns við karlmennina.
Mústafa Kemal gekk hér á undan. Hann tók nokkrar
stúlkur til þess að skrifa á ritvélar á stjórnarskrifstofun-
um. Þetta þótti ógurlegt hneyksli fyrst í stað, en hér eins
og annarsstaðar urðu menn að beygja sig fyrir vilja for-
setans.
Þá varð Mustafa Kemal, líkt og Pétur mikli, að heyja
harða baráttu fyrir því að breyta klæðnaði karlmanna. Föt
Tyrkja voru þunglamaleg og óhentug við erfiðisvinnu, en
studdu hins vegar mjög að því, að halda við óþrifnaði.
Allar umbótatillögur strönduðu þó á fastheldni manna við
fornar venjur. Þá lét stjórnin herinn taka upp einkennis-
1) Nú hefir fjölkvænið verið bannað algerlega, og tyrkneskar
konur mega jafnvel giftast útlendingum.