Skírnir - 01.01.1933, Page 215
Skírnir] Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja. 209
við Múhameðstrú, þá hefir hann látið breyta ýmsum kenn-
ingum kirkjunnar, enda skoða Múhameðstrúarmenn í öðrum
löndum Tyrki sem hálfgerða vantrúarmenn.
Jafnframt þjóðernishreyfingunni hófst sterk barátta fyrir
'því að hreinsa málið, og útrýma grískum og arabiskum
orðum. Talsverðar bókmenntir hafa risið upp á Tyrklandi
síðustu árin, og fagrar listir eru teknar að blómgast.
Hið nýja tyrkneska ríki var skapað á vígvellinum og
'umkringt af óvinum. Þess vegna þurfti að tryggja vörn
landsins. Mustafa Kemal Iagði því mikla áherzlu á að efla
herinn sem mest. Jafnframt þvi reyndi hann að halda friði
við nágrannaþjóðirnar, einkum Rússa, og það hefir tekizt.
Nú virðist Tyrkjum ekki stafa nein hætta frá öðrum þjóð-
um, nema ef vera skyldi Grikkjum og Serbum, og sú
hætta virðist fara minnkandi með hverju ári. Þrátt fyrir
ólíkt þjóðerni og stjórnarfar, hefir verið allgott samkomu-
Jag með Rússum og Tyrkjum.
Nú kemur að einum merkasta þættinum í starfi
Mustafa Kemals.' Frá því á dögum Hómers hafa Grikkir
átt nýlendur á ströndum Litlu-Asíu. Þær hafa átt misjöfn-
um örlögum að fagna. Þær hafa stundum verið sjálfstæð
riki, stundum lotið Persum, Rómverjum, Feneyjamönnum,
Tyrkjum eða öðrum þjóðum. En Grikkir hafa gegnum allar
aldir varðveitt þjóðerni sitt, og jafnan ráðið yfir peninga-
málum landsins. Sumar kaupmannaættir í Smyrna gátu
rakið ættir sínar aftur til daga Justiníans á 6. öld og höfðu
allar þessar aldir átt eignir og óðul í Litlu-Asíu, og í raun
og veru ráðið mestu í landinu.
Mustafa Kemal leit svo á, að við svo búið mætti
ekki standa. og því lét hann fulltrúa sína á Lausanne-
iundinum koma fram með þá tillögu, að hafa skyldi skipti
•á tyrkneskum mönnum á Grikklandi, og grískum mönnum
í Litlu-Asíu og þrátt fyrir mótmæli Englendinga var til-
lagan samþykkt. Herleiðingar heilla þjóða eru ekki óþekkt
fyrirbrigði í sögu Austurlanda þjóða. Allir kannast við sög-
una í Konungabók gamla testamentisins, er Nebúkadnesar
Jtonungur herleiddi Gyðinga til Babýlon. Herkonungar
14