Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 216
210 Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja. [Skírnir
Asíu beittu oft þessari aðferð til þess að hindra þjóð-
ernisdeilur:
»í Tyrklandi eiga aðeins að búa Tyrkir«, sagði Mustafa
Kemal. »Ein þjóð, sem hefir eina trú, og eina tungu, aðrir
geta aðeins verið þar sem gestir«. Menn hafa borið þetta
saman við athafnir Filippusar II. á Spáni, en það er ekki;
sanngjarnt. Fyrir Filippus var trúin allt, en þjóðernið
ekkert. Fyrir Mustafa Kemal var þjóðernið aðalatriðið, en
trúarbrögðin aukaatriði.
Þessi þjóðaskipti hófust 1923 og um 400,000 Tyrkir
voru fluttir frá Grikklandi til Litlu-Asíu, og stjórnin reyndi
að sjá þeim fyrir svipaðri atvinnu og þeir voru vanir við.
Flestir þessara manna voru smábændur og fátæklingar úr
borgunum, yfirleitt menn, sem ekki höfðu mikið að missa..
Um Grikki var allt öðru máli að gegna. Um 1 miljón'
griskra borgara hafði flúið burt úr Litlu-Asíu við lok ófrið-
arins, og nú voru þeir, sem eftir voru, um 150,000, fluttir
til Grikklands, og það voru einmitt þeir menn, sem mest-
ar eignir áttu, og athafnamestir voru af ibúurn Litlu-Asíu.
Nú er ekki lengur töluð grísk tunga austan við Egeifshaf.
Þar sem stóðu hinar fornu, blómlegu verzlunarborgir
Hellena, eru nú fátæk, mongólsk fiskiþorp.
Okkur, sem i barnæsku höfum lesið sögurnar um
Persastríðin, finnst þetta vera sorglegur atburður. Stór-
konungarnir í Persíu gátu að vísu kúgað borgir Hellena
undir yfirráð sín, en íbúarnir varðveittu tungu sína, þjóð-
erni og menningu. Ölln þessu sópaði Mustafa Kemal burtu
á svipstundu. Nú mega kristnir menn aðeins búa í Mikla-
garði sjálfum, og hafa atvinnu- og trúarfrelsi, þar varð
Mustafa Kemal að láta undan ákveðnum kröfum ensku
stjórnarinnar. Hann hefir vandlega fylgt dæmi Bismarcks
um að eiga frið við Englendinga, en láta þá ekki ráða of
miklu. En að hinni gömlu höfuðborg undantekinni, er nú
aðeins ein þjóð, ein tunga og ein trú í hinu tyrkneska
ríki. Angóra er enn höfuðborgin, en Miklagarði hefir hnign-
að að sama skapi.
Burtrekstur Grikkja úr ríkinu hafði svipuð áhrif á at-