Skírnir - 01.01.1933, Side 217
Skirnir] Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja. 211
vinnulífið og burtrekstur Húgenotta úr Frakklandi. Endur-
reisn atvinnuveganna hefir verið þyngsta þrautin fyrir
Mustafa Kemal og félaga hans. Mikill hluti landsins var í
auðn eftir ófriðinn og ríkið peningalaust. Mikið hefir þó
verið gert til þess að hjálpa atvinnuvegunum, efla Iand-
búnaðinn, koma á fót iðnaði, og bæta samgöngur, en ekki
er enn séð hvernig þessar umbótatilraunir muni takast.
Bæði hefir féleysið og íhaldssemi og lundarfar þjóðarinnar
tafið fyrir þeim. Það er ekki hægt á skömmum tíma, að
breyta hinni eldgömlu smábændaþjóð í verzunar- og
iðnaðarþjóð.
Þótt Mustafa Kemal hafi ekki tekizt að koma öllum
hugsjónum sínum í framkvæmd, þá hefir hann þó á skömm-
um tíma afkastað meiru en flestir þjóðarforingjar, er sag-
an þekkir.
Þjóðfélagsskipun Tyrklands var líka einkar hagstæð
fyrir byltingar- og umbótastarfsemi Mustafa Kemals. Meðal
Tyrkja hefir jafnan verið meiri jöfnuður milli stéttanna, en
hjá flestum eða öllum öðrum þjóðum. Það má í rauninni
segja, að meðal þeirra hafi engin veruleg stéttaskipting
átt sér stað, nema milli þræla og frjálsra manna. Þeir hafa
aldrei haft sterkt prestavald eða aðalsmannavald eins og
Evrópuþjóðirnar. Orsakirnar til þess voru bæði trúarlegar
og fjárhagslegar.
Múhameðstrúin leggur afarmikla áherzlu á hugmynd-
ina um almætti guðs, og nærveru hans og stjórn á öllum
sviðum mannlífsins, og í samanburði við vald guðs yfir
mönnum, verður allur mismunur þeirra innbyrðis hverfandi
og einkisvirði. Af því að guð er með í öllu, og starfar í
öllu, jafnvel í hinum lítilmótlegustu atriðum daglega lífsins,
°g vilji guðs hefir fyrirfram ákveðið alla hluti, þá er eng-
in þörf fyrir sérstaka stétt til þess að vera meðalgangari
milli guðs og dauðlegra manna. Kirkjan hefir því aldrei
fengið mikið vald hjá Tyrkjum, og í rauninni eru allir
Múhameðstrúarmenn einskonar prestar, í hvaða stétt og
stöðu, sem þeir annars eru. Aðalsmannastétt og eiginleg
stórbændastétt er ekki heldur til í tyrkneska ríkinu, ein-
14*