Skírnir - 01.01.1933, Side 220
Ritfregnir
Páll Eggert Ólason: Jón Sigurðsson, I.—y. bindi. Reykja-
vík 1929—1933. Hið íslenzka Þjóövinafélag gaf út.
Síöasta bindi þessa mikla verks er komið út fyrir skömmu,
ásamt öSrum ársritum Þjóðvinafélagsins. Er þar á enda kljáð eitt ið
stærsta samfelt sögurit, er birzt hefir eftir einn höfund á íslenzka
tungu. Bindin fimm eru samtals yfir 2300 bls. í stóru 8 blaða broti.
í riti þessu hefir þjóð vor eignazt fullkomna ævisögu Jóns
Sigurðssonar og um leið almenna sögu Islands um iians daga, eða
mikinn hluta 19. aldar. Jón Sigurðsson var svo mikilhæfur maður,
fjölvirkur og afkastamikill, að hann var sjálfkjörinn foringi um
fJest framfaramál þjóðarinnar allan sinn starfsaldur. Forvígismaöur
í frelsisbaráttu Islendinga og um önnur nauðsynjamál og fram-
faramál þjóðarinnar, svo sem verzlunarmál, skólamál, verklegar
framkvæmdir og margháttaða vísinda-starfsemi, er laut að sögu
þjóðarinnar, bókmenntum og landshögum í flestum greinum að
fornu og nýju.
Höfundi er það ótítt að „höggva í mitt mál“, heldur rekur
hann tildrög flestra mála svo að hlíta megi til glöggrar skilningar
eftir því, sem við verður komið í takmörkuðu riti, og nauðsyn ber
til. Eru sumir þræðir raktir í aldir fram. Fyrir því verður verk hans
svo víðtækt og yfirgripsmikið, sem raun her vitni.
Eigi er þess að synja, að fyrir hafi flogið nokkur orðasveimur
um það, að bókin öll sé helzt til viðamikil eSa ofviða. Mun þá helzt
litið á heiti hennar sem ævisögu eins manns. En þar sem óskráð hefir
veriS til þessa samfeld saga Islands á 19. öld, utan ágrip ein, þá má
með sanni segja, aS mikils sé um vert að fá þetta mikla rit í hend-
ur. Að vísu mun ýmsum þeim, er lítt eða ekki hafa enn kynnt sér
verkiS, þykja það ekki allskostar árennilegt fyrir strorðar sakir, en
það munu þeir inir sömu sanna, er þeir hafa lesið þaS allt, að þeir
hafa öSlazt mikla þekking um menn og málefni og fle.Aa þjóShagi
Islendinga á 19. öld, sem þeim er hollt og skylt að vita eða bera
nokkurt skyn á. Munu þeir þá vart óska þess, aS þeir hefði fariS á
mis við neitt af þeim fróðleik, sem verkið flytur.