Skírnir - 01.01.1933, Side 221
Skírnir]
Ritfregnir.
215
Fyrsta bindi hefst með „a'ðfaraorðuni“ eða formála höfundar.
Yíkur hann þar einna fyrst að þeirri fráleitu ætlan sumra manna,
.jafnvel „stjórnmálamanna“, er fram komi í ræðu og riti, „að ís-
Jendingar hafi ekkert haft fyrir sjálfstæði því, sem þeir kallast nú
•eiga; það hafi komið upp í hendur þeim fyrirhafnarlaust; þeir hafi
engu til þess fórnað; aðrar þjóðir hafi keypt frelsi sitt dýrmætum
fómum, lífi og blóði óteljandi manna, en þessi þjóð, Islendingar,
hafi ekki lagt neitt í sölurnar.--------Saga J. S. er saga þjóðar
hans samtímis. Afskifti hans og framkoma marka framtíð þjóðar-
innar. Þar er sá maður, er segja má um, að hver taug, hver blóð-
dropi, hvert andartak var helgað ættlandi hans. Sannlega vegur líf
slíks yfirburðamanns á við líf þúsunda þeirra margra, er deyja á
vígvelli að boðum valdsækinna þjóðkúgara. — Ekki er þeim sviða-
.gjarnt, er telja íslendingum hafa fallið sjálfkrafa í skaut sjálffor-
ræðið, ef þeir þekkja vopn þessa forvígismanns þjóðarinnar, þau
gögn, er hann færði fram um það, að öll saga íslenzkrar þjóðar
undir konungum af Aldinborgarætt, nálega óslitið frá siðaskiftum, er
■ein samfelld blóðtaka, engu minni en á vígvelli væri, og þó því
þyngri, sem hún var fastari og langvinnari, og því meir lamandi og
•deyfandi, en skammvinn blóðfórn".
Fákunnáttu þessa, er að ofan getur, vill höfundur uppræta með
því að segja satt frá atburðum. Er þetta atriði nokkurs konar frum-
hvöt að því, að ritverk þetta er hafið og af hendi leyst svo rökstutt
•«g greinilega, sem nauðsyn bar til. Mun þeim nú skiljast betur en
áður, er lítt vissu skil á þeim efnum, hve þungan róður og langan
hafi íslendingar átt að þreyta til þess að ná rétti símnn úr klóm
ráðgjafavaldsins danska og að hann hafi ekki komið alveg sjálf-
krafa í hendur þeim. Má það engum dyljast, að aldrei hefir verið
laust fyrir, þótt íslendingar hafi engu sinni gengið eftir öðru en
sínu, — því, er þeir áttu sjálfir með öllum rétti. Hvert spor, er fram
þokaðist, kostaði langvinna baráttu og fimamikla þrautseigju, á aðra
hönd gegn danska valdinu, en á hina gegn dleyfð, dáðleysi og lítil-
mennsku innanlands.
Höfundur sklpar efninu í fimm höfuðkafla, og samkvæmt því
velur hann hverju bindi sérstakt heiti. Fyrsta bindi er „Viðbúnað-
nr“; annað: „Þjóðmálaafskifti til loka Þjóðfundar“; þriðja: „And-
þóf (1851—9)“; fjórða: „Samningaviðleitni (1859—69)“; fimmta
bmdi: „Síðasti áfangi“. Er skipan þessi þegar ger í formálsorðum
I. bindis, bls. 45. Verður nú í örfáum orðum vikið hóti nánara að
efni hvers bindis, drepið á, hversu höfuðþættir liggja, en slíks er
engi kostur út í æsar, sem nærri má geta, um svo víðtækt og fjöl-
hreytilegt rit, er tekur yfir athafnir ins atorkusamasta manns langa
:ævi og samtíðarmanna hans, er við söguna koma.
I öndverðu I. bindi bregður höfundur upp lýsing, „svo skýrri