Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 223
Skirnir]
Ritfregnir.
217
Verður vikið lítið eitt nánara að þessu síðar. En lýsingar liöf. á
mönnum þessum eru allar merkilegar og skemmtilegar aflestrar. Þá
eru rakin upptök stjórnmálaafskifta með Islendingum á 19. öld.
Segir þar meðal annars frá skoðunum og tillögum Baldvins Einars-
sonar, Bjama Thorarensens, Tómasar Sæmundssonar og margra
þeima manna, er áður var getið. Er liór lýst öllum aðdraganda að
endurreisn alþingis og hlutdeild J. S. í þeim málum. Því næst segir
frá þeim fjórum höfuðmálum öðrum, er uppi vóru á þessum tímum
og mest var um fjallað á inum fyrstu þingum, en það vóru verzlun-
armál, fjárhagsmál, skólamál og búnaðarmál. Öllu þessu er ’ýst skil-
merkilega, sem og öðnun athöfnum þriggja inna fyrstu þinga, hvers
um sig. Lokaþættir bindisins eru um viðbúnað Þjóðfundar og um
Þjóðfundinn sjálfan 1851. Er það mikil og stórmerkileg saga og
afdrifarík, svo sem allir vita, því að þá voru reistar þær frelsiskröf-
ur, sem síðan hefir verið haldið fram í allri sjálfstæðisbaráttu Is-
lendinga. Er þeim atburðum öllum, er þar gerðust, lýst hér næsta
skilmerkilega.
Þriðja bindi hefst með einkar-fróðlegri frásögn um eftirköst Þjóð-
fundar. Nú var J. S. að fullu og öllu seztur í þann foringja-sess, er
hann skipaði æ síðan. Hér segir frá samtökum og athöfnum þjóð-
fundarmanna eftir in hrottalegu fundarslit Trampes greifa og síðan
frá þeirri gremju og heift, er reis meðal þjóðarinnar gegn honum og
fylgifiskum hans, en í annan stað frá ofsóknum danska valdsins
gegn þeim embættismönnum, er bezt og drengilegast höfðu haldið
fram rétti Islands á fundinum. Var nú viðbúnaðui' allmikill til næsta
þings, er háð var 1853 og fekkst nú loks framgengt almennu verzl-
unarfrelsi (1854). Segir hér frá þjóðmálum Islendinga þessi árin og
alþingi 1855, og því næst frá inni frægu deilu þeirra Larsens há-
skólakennara í Khöfn og Jóns Sigurðssonar um þjóðréttindi Islend-
inga. Larsen var ])á rektoi' háskólans, hálærður maður og mikilhæfur.
Gaf hann út rit sitt (á afmæli konungs 1855): „Um stöðu íslands í
ríkinu að lögum, eins og hún hefir verið hingað til“. Þessari rit-
gerð svaraði J. S. tveim mánuðum síðar með inni alkunnu ritgerð
sinni „Um þjóðréttindi Islands“. — Höfundur rekur alla röksemda-
færslu beggja höfundanna mjög skilmerkilega og dóma annara um
viðureign þeirra. Kemur hér fyrst til sögunnar inn lærði og ágæti
snillingur dr. Konráð Maurer í Miinehen, er lengi síðan var stoð og
stytta íslands í frelsisbaráttu vorri. Fylgir höfundur viðureign fræði-
manna um þessi mál allt til síðustu tíma. Síðan segir frá þófi og
þjarki á næstu þingum. en síðustu þættir bindisins skýra frá inu
mikla starfi J. S. í þarfir Bókmenntafélags og öðrum vísindastörfum
hans margþættum og mikilvægum, útgáfu nýrra Félagsrita og högum
hans ýmsum. Er hér víða við komið.
Fjórða bindi tekur vfir 10 ára skeið (1859—69). Er þar fyrst