Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 227
:Skírnir]
Ritfregnir.
221
stöðu, er hann valdi sér sjálfur eða skipaðist í, og líti með honum á
málefni og gang þeirra. Því eru oftlega ummæli J. S. greind orð-
rétt úr ritum og ræðum“.
Verki'ð er, sem vænta má, allt frá íslenzku sjónarmiði og í
þjóðlegum anda. Aðdáun höfundar á J. S. kemur hvarvetna fratn, en
jafnframt skilningur á framkomu andstæðinga. Einna þyngst verður
konmigkjörna liðið úti, enda var það, þegar til alls kemur, erfiðleg-
ast sett gagnvart danska valdinu, þar sem þaö var að mestu skipað
■æðstu embættismönnum landsins. Skóp þetta lið sér ina megnustu
anaúð meðal þjóðarinnar þegar á Þjóðfundinum 1851, er hélzt alla
tíð meðan stjórumálabarbáttan stóð yfir á 19. öld. Þetta fastalið
stjórnarinnar þvældist löngum eins og einhvers konar seiglings-þjótta
gegn flestum þeim frelsiskröfum og þjóðlegra umbóta, er fram vóru
bornar af forvígismönnum þjóðarinnar. Er engi dul dregin á óvin-
sældir þess meðal alþýðu, en þó réttlega dregið fram, hvað liðs-
mönnum þessum mátti helzt vera til afbötunar. Margir vóru vaxnir
upp í eldra aldarfari og furðulega „innlimaðir í hugsunarhætti“
danska valdinu, sem lengi vildi við brenna. JCn að öðru vóru þéir
margir vel lærðir og í sjálfu sér nýtir menn og því hófi þjóðlegir,
sem þeir hugðust mega og þorðu embættisins vegna. Er lieldur tiros-
legt að sjá, hve sumir þessir menn vóru fúsir og fegnir að þakka
Danastjórn og konjingi, er einhverjar tilslakanir komu úr þeiril
átt, þótt sjálfir hefði þeir áðui' „þegnsamlegast“ þæft og þvbbast á
móti í lengstu lög. Slíkt og þvílíkt hefir víða átt sér stað, „og svona
kvað það vera um allar jarðir“.
Víst má ætla, að ýmsum mönnum kunni að virðast heldur um
of langd'regnar frásagnir um viðureign Islendinga og Dana í frelsis-
baráttunni og endurtekningar sömu röksemda nokkuð þreytandi. En
sio verður að segja hverja sögu sem hún gengur. Deilan var hörð og
löng, nokkurs konar Hjaðningavíg, háð með svipuðum hætti ára-
tugum saman, en þó með ýmsum aðstöðumun. Verður og þess að
gæta, að í hvert sinn og á hverjum tíma vóru þessi mál þjóðinni
heitust og hugfólgnust, þar sem deilan stóð um f jöregg hennar, frelsi
hennar og framtíð. Gifta hennar var því einatt undir því komin,
að aldrei væri öfugt spor stigið. Fyrsta nauðsjmin var að gæta þess
vandlega, að engi réttur væri af þjóðinni saminn, engi yfirréttur
annarar þjóðar viðurkenndur í orði né verki; hitt sakaði minna,
þótt seint gengi fram kröfurnar, „því að sá hefir sitt mál, er þrást-
ur er“ og stjómmálabaráttan þurfti engan veginn að draga afl né
áliuga úr íslendingum, því að nægt starf var fyrir hendi — „sem
vér getum lagt alla alúð við, jafnframt og vér Cylgjurn fvam stjórn-
mrmálinu af alefli“, svo sem J. S. lét að orði kveðið. Er því frá-
■'SÖgn þessi mikilvæg, nauðsynleg og „öll merkilegust“.
Margan undrar, hve ritverk þetta er mikið að vöxtum og fram