Skírnir - 01.01.1933, Side 228
222
Ritfregnir.
[Skírnir
komið á skömmum tíma; kyggur því, að með hroðvirkni sé af hendi
leyst. En eigi mun sú verða raun á. Höfundur er allra manua
mikilvirkastur, sem kmmugt er. Hefir hann nú nærfellt heilan manns-
aldur stundað íslenzk fræði. Má óhætt segja það orðskviðalaust, að
hann sé allra núlifandi manna kunnugastur íslenzkum skjalasöfnuni
og heimildum að sögu lands vors utanlands og innan. Þessu til
staðfestingar nægir að skírskota til ins fyrra sagnaverks hans, er
kallast „Menn og menntir frá siðaskiftatímunum" og innar miklu
„Skrár um handritasöfn Landsbókasafnsins“, sem út eru komin af
tvö stór bindi. Hefir þessi mikla þekking komiS honum að öflugu
kaldi. Að öðru leyti eru heimildir ritsins einkanlega Alþingistíðindi,
Ný félagsrit, fyrstu ár Andvara, bróf Jóns Sigurðssonar prentuð og
óprentuS, auk aragrúa annara bóka, bæklinga og ritgerða, nær ótelj-
andi blaðagreina útlendra og innlendra, stjómarbréf, sendibréf,
gerðabækur félaga o. s. frv. Af öllu þessu er ausið ótæpt og upp
teknir kaflar úr ræðum og ritum, einkum J. S. sjálfs. Er hvarvetna
vitnað til heimilda, og því hverjum í lófa lagið, eftir því sem til
nær, að kanna þá staði til frekari fullvissu og þekkingar, er þess
kann aS óska, eða grafast vill nánara fyrir um einhver atvik eða
atburði.
Mjög mundi það hafa létt róðurinn í sjálfstæðisbaráttu Is-
lendinga síSustu loturnar, ef slíkt rit hefði komið út og orðið al-
þjóðareign skömmu eftir 1880, eða jafnvel þótt ekki liefði verið fyrr-
en um eða eftir aldamót. Mundu þá færri hafa reynzt jafn-skilnings-
tregir um ríkisráðsdeiluna og margt annaS, er laut að réttarkröfum
Islendinga, sem raun bar vitni.
Bókin er landvarnan’it, sem lengi mun að haldi koma.
Höfundur stendur nú á fimmtugu, er hann leggur síðasta smiðs-
högg á þetta stórvirki sitt.
Njóti hann heill handa. Bcnedikt Sveinsson.
íslenzlc fornrit. II. bindi. Egils saga Skallagrimssonar.
Sigurður Nordal gaf út. Hið íslenzka Fornritafélag. Reykjavík 1933.
A 800 ára ártíð Sæmundar fróSa hóf fornritaútgáfan göngu
sína meS þessari útgáfu Egils sögu. Flestir, sem láta sig bókmenntir
vorar nokkru skifta, munu hafa fylgt þessu fyrirtæki með miklum
áhuga frá því að til þess var stofnað, enda hefir það frá upphafi
mætt góðvild og stuSningi góðra manna. Það cr líka sannast að
segja, að ekkert hlutverk er oss skyldara að vinna í bókmenntum
vorum, en að halda á loft þeim ritum, sem þjóSin á mest af frægð
sinni og menntun aS þakka, og setja þau í þá umgerð, að þau njóti
sín sem bezt og geti orðið andans eign hvers Islendings, sem ekki er
skynskiptingur, enda ættu Islendingar að standa bezt að vígi allra
til að skýra rit sín. HingaS til hefir alþýða manna á landi hér ekki