Skírnir - 01.01.1933, Síða 229
Skirnir]
Ritfregnir.
223.
átt kost á nema einföldum textaútgáfum af íslendinga sögum, þar
sem ekkert var skýrt nema vísurnar, og í fæstra köndum hefir verið
oröabók að leita til, þegar fyrir komu torskilin orð og setningar.
Og þó að vísnaskýringar hafi verið í hinni algengu útgáfu af Is-
lendinga sögum, þá eru margar þær skýringar nú úreltar. Þeir, sem
iesið hafa sögurnar, hafa því orðið að sætta sig við að reka sig á
margt, sem þeir skildu ekki til fulls og vakti forvitni þeirra og skiln-
ingsþrá, án þess að svala henni um leið, en slíkt dregur mjög úr-
lestrarnautninni, því að það skilur eftir sárindi í huganum, eins og-
öll hálfverk. Þá mun og flesta langa til aS gera sér sem ljósasta hug-
mynd um þá staði, er sögurnar gerðust á, og afstöðu þeirra alia, en
sú þekking á landinu festir bezt rætur, sem verður svar við ákveðn-
um spumingum, sprottnum af iestri sögunnar. Sama er um ýmsa
hluti, er sagan segir frá, vopn og verjur, ýmisleg áhöld o. s. frv.,.
sein almenningiu' veit nú ekki hvernig voru.
Ur öllu þessu á nú sú útgáfa fomrita vorra, sem hér er haf-
in, að bæta. Hún skýrir neðanmáls hvert þaS atriöi, er einhverrar-
skýringar þarf, torskilin orð og setningar, vísur, nöfn, ættfærslu,
æfiatriði, vísar til samskonar atriða í öðrum sögum og hins helzta,.
er um það efni hefir verið ritað, tilgreinir textamun, þar sem máli
skiptir, og neytir til alls þessa beztu þekkingar, sem nú er kostur á.
Hún flytur myndir.af þeim stöðum og hlutum, er lesandann fýsir-
helzt að sjá, og landabréf með öllum þeim stöðum, sem um er rætt.
Með þeim hætti hefir lesandinn alltaf viS höndina það, sem þarf til
skilnings. En hver saga á sína sögu, og það er ekki minnstur vandinn
að rekja sögu sögunnar sjálfrar, hvernig hxin er til orðin í þeirri
mjmd eSa þeim myndum, sem vér nú höfum liana í, bera hana sam-
an við aðrar heimildir, prófa sannleiksgildi hennar og ákveða henni
stað í þróunarsögu bókmenntanna. Það er verkefni formáians. Hann
setur lesandann á sjónarhól með útsýn vfir ríki sögunnar.
Það, sem nú var sagt, er f rauninni ekki annað en lýsing á
hinni nýju útgáfu Egils sögu. Með henni er lagður grundvöllurinn að
fornritaútgáfunni, markaS sniðiS, sem gera má ráð fyrir að fylgt
verSi í fiestum greinum framvegis, og hefir það verið mestur vand-
inn, að ríða svo á vaðið, aS eftir mætti fara. VirSist það hafa tekizt
svo vel, að eg kann ekki að óska þessu fyrirtæki annars betra en aÖ
framhaldið verði upphafinu samboSið. Skýringamar eru svo glögg-
ar og góSar og gerðar af þeirri hófsemi og smekkvísi, að erfitt mun
út á aö setja. Margar vafaspumingar hafa jafnan verið um ýmislegt
í kvæðum og vísum Egils og veröur þar allt af sitt af hverju, er-
seint verður skýrt til fulls. En útgefandi, prófessor Sigurður Xor-
dal, hefir þar siglt svo vel milli skers og báru og verið svo gjörhug-
ull í vali sínu um textamun og skýringar, að óvíða verður auðvelt
um aS bæta. Sumt lætur hann óúrskorið, en bendir þá á þær skýr-