Skírnir - 01.01.1933, Side 232
226
Ritfregnir.
[Skírnir
an kostnaö við þessa útgáfu Egils sögu, að frádregnum þeim styrk
á hverja örk, sem félagið nýtur úr ríkissjóði.
Guðm. Finnbogason.
A. G. van Hamel: Ijsland oud en nieuw. Zutphen, 1933-
VIII + 400 bls. Með mörgum myndum og uppdrætti Islands.
Bók þessi er tvímælalaust meðal hins bezta, er ritað hefir verið-
um þjóð vora, enda hefir höfundurinn allt til þess. Hann er nafn-
kunnur vísindamaður í norrænum og keltneskum fræðum. Hann tal-
ar íslenzku og hefir ferðast hér um mestailt landið fjögur sumur og.
orðið gagnkunnugur landi og þjóS, og hann ann hvoru tveggja af
heilum hug. Þess vegna hefir skilningur hans á því, sem bezt er og
einkennilegast í fari þjóðar vorrar að fornu og nýju, orðið bæði
djúpur og víðskyggn. Einkunnarorð hans eru:
Vin sínum
skal maSr vinr vera
ok gjalda gjöf við gjöf.
Bókinni er fyrst og fremst ætlað aS vera vinargjöf til Islend-
inga fyrir þá góðvild, er höf. segist hafa mætt hér á landi, og í ann-
an stað bæta úr því, að hingað til hefir ekki verið til á hollenzku
neitt yfirlitsrit um menningu vora. Efnisskráin er þessi: Náttúran.-
Landsýn. Hestarnir. rjallabaksvegur. Sólin. Heiðin. Liðin tíð: Heiðni
og frelsi. Sögur og skáld. Kristni og kúgun. Per Aspera ad Astra.
Þjóðin og hagir liennar: ÞjóSin. Húsakynni. Landbúnaður. Fiski og
veiðar. Samgöngur og verzlun. Andlegt líf: Menntamál og heilbrigð-
ismál. Iþróttir og listir. Tungan. Hiö yfimáttúrlega. NútíSarbók-
menntir. Höf. hefir þannig tekið til meðferðar meginþætti menningar
vorrar og sögu og kemur alstaöar fram skarpur skilningur á þróun
hennar og samhengi, og víða bragðið nýju ljósi yfir. Iiann sár, að
sum aðaleinkenni Islendinga má rekja til þess, að þeir voru land-
námsþjóð, í senn fullir sjálfræSis og fastheldni við foman arf, og.
þó fróðleiksþyrstir, kappgjarair og fíknir í nýjungar. Þegar hann
skýrir uppruna Islendinga sagna, bendir hann á eina orsök enn tii
þess, að menn festu sér svo vel í minni allt, sem geröist í hinu nýja
iandi. ÞaS var þjóðtrúin. Landið var raunar eign landvættanna. Það
varS því að koma sér vel við þær, fara rétt að öllu, læra af reynsl-
unni og geyma vel í minni allt, sem stóð í sambandi við landnámið,
til þess að færa sér þaö í nyt síðar. Þegar landaþrætur urðu, hvort
sem þær leiddu til vígaferla eöa sátta, þurfti og að muna vel niður-
stöðurnar, því að þaö gat komið að haldi, er einhver efi reis um
þessi efni síðar meir. Allar þessar minningar gengu í ættunum, því
aS hver ætt varð að sjá sér borgið gagnvart annari. — Hið ram-
bundna form skáldskaparins foraa hyggur höf. vera að nokkru
rannið af þeirri trú, að í skáldinu byggi töframáttur, að hið bundna