Skírnir - 01.01.1933, Side 233
Skirnir]
Ritfregnir. 227
orö gæti bundið, orkað illu eSa góðu, eftir vild, enda hefir trúin á
ákvæðaskáld lifað fram á þennan dag. — Hann bendir á, að þunga-
miðja hinnar heiðnu lífsskoðunar var einstaklingurinn, persónuleik-
inn, þó að hann lifði í skjóli ættarinnar og léti líf sitt fyrir hana, ef
til þurfti að taka. Kristnin losaði um ættarböndin, og þar með rakn-
aði vefur félagslífsins upp. I öðrum germönskum löndum tók þá
öflugt konimgsvald við og batt einstaklinginn í stærri heild. En á ís-
landi var því ekki til að dreifa. Hið upphaflega jafnvægi raskaðist,
og þar með kom sorgarleikur Sturlunga aldar. — Aðdáanlegur er
kaflinn um íslenzkuna, og mun vandfundinn sá, er betur hefir skilið
kosti hennar og eðli allt. — Eg hefi grípið hér örfá atriði af handla-
hófi til að benda á, livernig höf. tekur á efninu, en hér er enginn
kostur aS rita að þessu sinni um bókina eins og vert væri. Marga
kafla hennar væri gaman að eiga á íslenzku. Hún er öll svo skemmti-
Jega skrifuð, að hún hrífur jafnvel þann með, sem óvanur er hol-
lenzku máli. Hún er prýdd mörgum ágætum og áSur óprentuSum
myndum frá Islandi. Hvar sem hún kemur, mun hún laöa góðvild að
iandi voru og þjóð, og er það dýrmætt að eiga vin, sem gefur oss
slíka gjöf.
G. F.
Corpus codicum Islandicorum medii aevi. IV. Codex Frisi-
anus (Sagas of the Kings of Norway), MS. No. 45 Fol. in the Ama-
magnæan Collection in the University Library of Copenhagen with
an Introduction by Halldór Hei-mannsson. Levin & Munksgaard,
Publishers, Copenhagen 1932.
Þetta 4. bindi hinnar glæsilegu útgáfu er að öllu í sama horfi
og hin fyrri bindi, sem getið hefir verið um í Skírni. Fríssbók er rit-
uð snemma á 14. öld fyrir einhvern norskan höföingja, líklega af ís-
lenzkum ritara, og kom handritið frá Noregi til Danmerkur á 17.
öld. Var það um hríð í eigu Otto Friis, en Ami Magnússon keypti
það 1696. ÞaS er snildarlega skrifað með skrautlegum upphafsstöf-
um og hefir varðveitzt vel. I því eru Noregskonunga sögur (Heims-
kringla) Snorra Sturlusonar, nema Ólafs saga helga, og þó ýmsu
bætt inn í texta Snorra úr öðrum heimildum. Er þetta merkasta
skinnhandrit Heimskringlu, sem nú er til. Auk þess er í handritinu
Hákonar saga gamla eftir Sturlu Þórðarson. Prófessor Halldór Her-
mannsson hefir ritað góðan formála. Gerir hann grein fyrir hand-
ritinu, afstöðu þess til annara heimilda, og ritar sérstaklega vel um
Hákonar sögu, vandann, sem Sturla tókst þar á hendur, er hann
varð að skifta ljósi og skugga milli Hákonar og Skúla, föðnr og afa
Magnúsar konungs, og hvernig niðurstaðan varð. ,
G. F.
15'