Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 235
Skimir]
Ritfregnir.
229
menningur meira lögum þá en nú mun títt, því að oft gat verið erfitt
aö ná í lærða lögfræSinga.
En lagasöfn úreldast, sem eSlilegt er, því aS tíðuin eru lög
felld úr gildi eSa þeim breytt, og ný lög samin.
AriS 1914 fór að koma út nýtt lagasafn, er Einar Amórsson
prófessor bjó undir prentun; náSi þaS til ársins 1908.
I báSum þessum söfnum var lögunum raðað eftir aldri; var
það kostur að sumu leyti, en þó var sá hængur á, að þá komu ekki
á einn stað þær lagagreinir allar, sem efnis vegna befðu átt aS vera
saman, og gat þeim því orðið tafsamt að leita í söfnunum, sem ekki
voru lögunum sæmilega kunnugir.
í lagasafn það, sem aS ofan getur, hafa veriS tekin öll lög,
sem í gildi voru í árslok 1931, og nokkru máli þóttu skipta. Eins og
þegar hefir verið sagt, hefir Ólafur prófessor Lárusson séð um út-
gáfu safnsins og valið og flokkaÖ öll lögin, sem í þaS eru tekin, en
Sveinn Ingvarsson eand. jur. safnaði handritinu „úr lagasöfnum og
Stjórnartíðindum". Loks hafa svo þeir Einar B. Guðmundsson eand.
jur. og Gissur Bergsteinsson fulltrúi raSað lögunum innan flokkanna
og safnað tilvitnunum.
í safni þessu er lögunum skipað eftir efni, og er það ný-
breytni, sem þykja mun til mikils hagræðis.
Öllu safninu er skipt í eftirfarandi sjö aSalkafla: I. Stjórnar-
skipun, II. Stjórnarfar, III. HéraSsstjóm. IV. Atvinnuvegir, V.
Einkamálaréttur, VI. Refsilög, VII. Dómstólar og réttarfar, en síðan
er fimm fyrstu köflunum skipt í ýmsa smærri flokka.
Bókinni fylgja þrjú registur: sem sé, efnisyfirlit mjög ítar-
legt; þá er skrá um aldur laga þeirra, sem í bókinni eru, og loks
skrá um atriðisorð. Er því mjög auövelt að fletta upp í bókinni
hverju því, sem menn vilja vita þess, er hún hefir að geyma.
í safnið vantar að vísu allar reglugerðir (B-deild Stjórnartíð-
indanna), en ekki mun hafa þótt tiltækilegt aS taka þær með, því að
þá hefðu bindin orðiS aS vera tvö.
Um síðasta kafla bókarinnar, „Dómstóla og réttarfar", er það
aS segja, að réttarfarsákvæðin hvíla á gömlum og að flestu leyti úr-
eltum grundvelli, eftir því sem fróðir menti um þá hluti hafa sagt
mér. En síöasta þing samþykkti nokkra f járveitingu, svo að hægt yrSi
aö láta endurskoða réttarfarslöggjöfina, og ætti það starf að veröa
stórum fljótunnara og auðveldara nú, þar sem safn þetta er komið út.
Þá ætti safn þetta að vera kærkomið, ekki aðeins öllum I<)g-
fræöingum, heldur og allri alþýSu, er gaman hefir af að kynna sér
gildandi lög þessa landb. Og síðast en ekki sízt mun safnið þykja
ómetanlegur fengur þeirn mönnum öllum, sem laganám stunda við
háskólann, því að hingað til hefir lögnemum verið nær ókleift aS
afla sér þeirra, Eiga þeir allir þökk skilið, er á einn eða annan hátt