Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 236
230
Ritfregnir.
[Skírnir
hafa stuðlað að því, að lagasafn þetta kæmi út, fyrst landsstjórnin,
er málinu hratt af stað, þá menn þeir, er bókina bjuggu undir prent-
un, og loks Menmngarsjóður fyrir það, að hann kostaði útgáfuna.
Bókin er ágætlega prentuð, letrið skýrt, pappír góöur og allur
frágangur snyrtilegur og Gutenbergprentsmiðju til sóma.
B. Ó.
Minningarrit Flensborgarskólans 1882—1932. Samið hefir
Guðni Jónsson mag. art. Reykjavík 1032, 206 bls. í áttablaðabroti.
Minningarrit eru þarfar bækur og fróSlegar, ef þau eru ítar-
leg, og svo tel ég þetta rit vera. — ÞaS hefst á inngangi um aiþýðu-
menntun hér á landi, eins og hún var í kringum aldamótin 1800;
en síðan er getið, og þó í stuttu máli, þess, er gert hefir verið til
þess að auka liana. Það var ekki ýkjamargt lengi vel, og því erfitt
að menntast öðrum en þeim, sem efni höfðu á því að fara í Lærða-
skólann, eSa voru svo dugleg'ir að brotizt gætu áfram, þótt félausir
væri. En smám saman tók skólum að f jölga, og um 1880 voru reistir
skólarnir á Möðruvöllum í Hörgárdál og í Flensborg.
1 fyrsta kafla ritsins er mjög ítarlega skýrt frá því, kverjar
voru aðalástæðurnar til þess, að prófastshjónin í Görðum á Alfta-
nesi, þau síra Þórarinn Böðvarsson og kona hans, stofnuðu og gáfu
allmikið fé Flensborgarskóla; var það umhyggja þeirra fyrir mennt-
un alþýðu, og svo hitt, að þau vildu halda uppi minningu mjög
efnilegs sonar síns, cr dó á unga aldri. Ilafði og sira Þórarinn sýnt
það áður, að honum var annt um aS mennta alþýðuna, er hann tók
saman „Lestrarbók lianda Alþýðu á Islandi", sem þótti liið ágætasta
rit, og mjög var lesin, enda ein liin vinsælasta bók íslenzk.
SíSan segir höf. í tveim löngum köflum (2. og 4.) frá skólan-
um, starfi hans, vexti og viðgangi frá upphafi til ársloka 1932. Er
hér mikill fróðleikur saman kominn, enaa hefir höf. leitaS víða.
I þriðja kafla ritsins skýrir höf. frá stofnun Kennaraskólans
og störfum þau 16 ár, sem liann var í Hafnarfirði, 1892—1908.
I fimmta kafla eru taldir skólanefndarmenn og kennarar, og
stutt æfiágrip livers þeirra, enda þess og getið, hvaða námsgreinar
hver kennari hafi kennt. Er þetta ág.ætt yfirlit, þótt í stuttu máli sé.
Loks er nemendatal, fyrst þeirra, sem lokið liafa prófi viS
gagnfræðaskólann í Flensborg; því næst þeirra, sem tóku kénnarapróf
\dð kennaraskólann, og þá hinna, sem verið hafa við nám í Elens-
borgarskóla, en ekki tekið burtfararpróf; telur höf.. að í þá skrá
muni vanta nokkra, enda allt annað en auðvelt aS grafa þá alla upp.
Þetta er þá í örstuttu máli efni ritsins. ÞaS er prýðilega úr
garði gert, og í því fjöldi mynda, bæði af stofnendum skólans, kenn-
urum og skólanefndarmönnum. Frásögn öll er skýr og lipur, og verð-
ur ekki- annaS séS, en aS Guðni hafi hið bezta levst af hendi starf