Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 237
Skirnir]
Ritfregnir.
231
■sitt, skólanum og sér sjálfum til hius mesta sóma. Er þó vissulega
kvorki vandalaust né kægðarleikur a'5 taka saman svona rit, þar sem
heimildir eru dreifðar og ekki til ítarlegar. En svo virðist sem köf.
liafi tekizt að gi-afa upp allt það, er máli skipti og nauðsynlegt var
til þess að gera ritið sem merkilegast. Og er slíkum mönnum vel
farið. —
Ekki þarf að efa, að Flensborgarar, bæði ungir og gamlir
muni kaupa rit þetta. En það er og kaupandi og reyndar ómissandi
Jiverjum þeim, sem kynnast vill starfi annars aðal-alþýðuskólans
elzta kér á landi, og því mikla starfi, er þar befir verið innt af
kendi í þarfir alþýðumenntunarinnar bér. Er mörg bókin gefin út
bjá oss, sem fyrir allra liluta sakir á það síður skilið, að bún sé
keypt og lesin en þessi. Og eiga allir þökk skilið, sem að því hafa
stutt, að koma riti þessu út. B. O.
Margeir Jónsson: Bæjanöfn á Norðurlandi. Rannsókn og
leiðréttingar, Akureyri og Reykjavík MCMXXI—MCMXXXIII.
Árið 1920 birtist grein í blaðinu íslendingi á Akureyri um
torskilin bæjanöfn í Skagafirði. Ilöf. var skagfirzkur kennari, Mar-
geir Jónsson á Ögmundarstöðum. Árið eptir kom grein þessi út sér-
prentuð, aukin og endurbætt. 1924 kom út annað hefti, um bæjanöfn
í Húnavatnsþingi,' 1929 þriðja heftið, um bæjanöfn í Eyjafjarðar-
sýslu, og nú, 1933, er loks nýkomið fjórða og síðasta hefti ritsins,
urn bæjanöfn í Þingeyjarsýslum. Ritið er alls ekki nema 240 bls.,
og það, hversu lengi það hefir verið að koma út, sýnir átakanlega
kverja örðugleika íslenzkir fræðimenn oft eiga við að stríða um út-
gáfu rita sinna. En þessi langa barátta ber líka áhuga og þraut-
;seigju höf. góðan vott, og þann vott ber ritið honum allt.
Rannsókn á bæjanöfnum er ekkei't áhlaupaverk. Bæjanöfnin
■eru mörg miklu eldri en allar skrifaðar lieimildir. Síðan þau voru
búin til hafa orð horfið úr málinu og önnur skipt um merkingu eða
breytzt til muna. og mörg bæjanöfn eru fyrir löngu orðin óskiljan-
leg alþýðu manna, enda hafa þau og mörg afbakazt í meðförunum
•eftir því sem árin liafa liðið, meðfram af því, að alþýðan reyndi að
gera óskiljanleg nöfn skiljanleg. Mörg nöfn eru því orðin mjög tor-
skilin, og það er oft erfitt verk að skýra þau. Það þarf nokkurt
áræði til þess að hætta sér út á þá braut fyrir mann, sem ekki er
lærður málfræðingur, og enn frekara þó þegar þar við bætist að
liöf. er, eins og hann segir sjálfur í eftirmála ritsins, einyrki, fjarri
fullkomnum bókasöfnum, og kafinn erilsömu og næðislitlu bústarfa-
braski. Þegar til þessa er litið hygg ég að segja megi, að liöf. hafi
tekizt alveg furðulega vel. Hann skýrir mörg torskilin nöfn í þessu
riti, og virðist hafa gengið mjög samvizkusamlega að því verki,
kaft til hliðsjónar eldri rithætti nafnanna, þar sem þess var kost-