Skírnir - 01.01.1933, Síða 238
232
Ritfregnir.
[Skírnir
ur, kynnt sér staShætti, er veröa máttu til skýringa, og leitað a&
svipuðum orðum í skyldum málum. Með þessu hefir honum tekizt að-
skýra mörg nöfn, þó vitanlega muni verða skiftar skoöanir um sum-
ar skýringar hans, enda verður seint fullkomin vissa fengin um
margt, sem þar keinur til skoðunar. En auk þess aö skýra bæja-
nöfnin málfræðilega, hefir höf. með rannsókn á eldri heimildum.
leiðrétt mörg nöfn, sem nú eru orðin afbökuð, og margar upplýsingar
um ýms önnur efni, er af nöfnunum má ráða, er í ritinu að finna.
Bæjanöfn, og örnefni yfirleitt, eru einhverjar hinar merkilegustu sögu-
heimildir, sem kostur er á. Axel Olrik lýsti því gildi þeirra fagur-
lega, er hann líkti landi sínu við risavaxinn rúnaristuflöt, þar sem
rist væri nafn á hvern blett, til vitnis komandi kynslóöum um það,
hver fyrstur hefði reist þar bú, um byggð þeirra manna og búskap,
trú þeirra og þinghöld, stjómarskipun þcin.'a og samlíf. Þessi orð-
eiga líka við um örnefnin hér á landi. Þau hafa iíka sína sögu að
segja, mikla og margbreytta. Margeir Jónsson hefir unnið þarft verk
og nytsamlegt með þessu riti sínu og öðra sem frá honum hefir kom-
ið og lýtur að rannsókn staðanafna. Hann hefir með því sýnt það,
að hann er fær um þesskonar rannsóknir, og hann hefir sýnt mikinn
áhuga og ást á þessu verkefni. Hingað til hefir hann ekki notið neins-
styrks hins opinbera til starfs síns og óvíst hversu lengi hann, ein-
yrkinn, getur haldið því áfram. Hann myndi vafalaust geta komið
miklu góðu til leiðar með söfnun ömefna og rannsóknum á þeim,
og þeir, sem þjóðlegum fræðum unna, myndi fagna því, að fá fram-
hald af þessu riti hans, þar sem hann gerði torskildum bæjanöfnum
í öðrum landsfjórðungi sömu skil og hann nú hefir gert norðlenzku
nöfnunum. Ó. L.
Eugen Mogk: Zur Bewertung der Snorra-Edda als religi-
onsgeschichtliche und mythologische Quelle des nordger-
manischen Heidentums. [Beriehte iiber die Yerhandlungen der
Sáchsisehen Akademie der Wissenschaften zu Leipzig, philologiseh-
historische Klasse, 84. Band. 1932. 2. Heft].
Eins og höf. getur um í upphafi greinar þessarar, litu menn
iengi svo á, að fyrsti hluti Snorra-Eddu, Gylfaginning, væri traust
og örugg heimild um non’æna og jafnvel germanska goðafræði. Að
vísu hafa ýmsir vefengt goðfræðilegt gildi hennar og leitazt við að
sýna fram á nauðsyn þess, að nota hana með varkárni. En með því
að höf. finnst ennþá gæta all-mjög of blindrar trúar á goð- og trúar-
sögulegt heimildargildi Gylfaginningar, tekur hann ýmis atriði henn-
ar tii nákvæmrar rannsóknar og sýnir þannig fram á starfsað-
ferðir Snorra.
Þeir, sem mest treysta áreiðanleik Gylfaginningar sem goð-
fræðiiegri heimild1, telja Snorra hafa notað heiðnar heimildir, nú