Skírnir - 01.01.1933, Side 239
Skírnir]
Ritfregnir.
233'-
glataSar, um þau ati'iði, sem ekki vei'ði sýnt fram á, hvaðan sé
rurrnin. Það er rétt, segir höf., að Snorri notaði heimildir, sem ekki
eru lengur til, en hitt er annað mál, hvort það sé norrœnar, heiðnqr
lieimildir. Kristni hafi þegar verið komin á Islandi fyrir meira en
tveim öldum, er Snorri samdi Eddu. Um það leyti hafi hún upprætt
að mestu heiðnar trúarhugmvndir. Islendingar liafi að öllu leyti báið
við áhrif Vesturlandaþjóðanna, þeir hafi sent menn til uáms til
Miðevrópu-landanna, erlendar bókmenntir, einkum hókmenntir í anda
sl ólaspekinnar hafi borizt til Islands í stórum stíl og verið þýddar
á íslenzku.
Höf. telui', að þar sem Snorri noti fornar heimildir, cjnkuiu
Eddukvæði, vitni liann til þeirra, en auðvelt sé að sýna fram á,
hvernig hann byggi ofan á þær frá eigin brjósti. Hann getur þess.
jafnframt, að hann hafi áður ritað um þetta efni annars staðar og
komizt að þeiri'i niðurstöðu, að Snorra-Edda hafi nálega ekkert gildi
sem heimild um norrcena trúarbragðasögu, framar þeim heimildum,.
sem þar er vitnað til, ekki held/ur sem heimild um goðafrœði.
Síðan sýnir höf. fram á það með ýmsum dæmum, hvemig
Snorri ýmist breytir goðsögum og sameinar þær eftir geðþótta og
hyggjuviti eða hreytir þeim og fyllir í skörðin með kristnum hug-
myndum og hugmyndum miðaldaheimspekinnar.
Hér er ekki rúm til að skýra frá einstökum atriðum í rannsókn
Mogks né leggja dóm á ritgerðina, enda er tilgangurinn með þessum
orðum að eins sá, að vekja athygli á henni; því að hún er vafa-
láust athyglisverð og lærdómsrík þeim. sem fýsir að kynnast goða-
fræði og trúarbrögðum Norðurlandabúa í heiðnum sið.
M. F.
The Saga of Hrolf Kraki. By Stella M. Mills B. A. Basil
Blaekwell. Oxford. 1933.
Þýðingar þær af Islendingasögum og Fomaldarsögum, sem til
eru á ensku, sýna full-ljóst hvaða erfiðleikar standa í veginum fyrir
þeim, sem reyna að þýða fornar bókmenntir íslendinga. Málið á
sögunum er kraftmikið og einrætt, en þeim kostum er torvelt að ná
í þýðingu. Margir þeir, sem hafa þýtt íslenzkar sögur, hafa reynt
að þýða of nákvæmlega. Talshættirnir eru þýddir orðréttir á ensku,
og afleiðingin er sú, að „enskan“ er alls ekki enska, heldur eitthvað
óeðlilegt, sem bæði er óskiljanlegt sumstaðar og leiðinlegt alls staðar.
,.That was his bane“ er orðrétt þýðing af „það var hans bani“, em
hefir enga meiningu á ensku. En verst er það, að slíkt mál gefur les-
endum enga hugmynd um hið kraftmikla mál fommanna. Auk þess-
hefir oft komið fyrir, að þýðandinn hefir forðazt það að meiða hina
alþekktu siðsemi Englendinga með því að sleppa hinu og þessu, sem
lesanda mætti þykja gróft. Þess vegna fær ekki enski lesandinn að.