Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 240
234
Ritfregnir.
[Skírnir
vita um það, sem vinnukona ein sagði við Gretti, né svar hans
til hennar.
Nú er kominn tími til að bæta ástandið, og þýðing Miss Mills
a£ „Hrólfs sögu kraka“ er tilraun í rétta átb. Hún kefir notað forn-
■eskjulegt mál að sumu leyti, en eins og prófessor Gordon bendir á í
formáli sínu, er það ekki óhæfilegt, fyrst sagan, sem segir frá at-
burðum, sem gerðust á 6. öld, var ekki í letur færð fyrri en á 14.
■öld. Aðalkostur þessarar þýðingar er sá, að Miss Mills hefir tekizt
að skrifa eðlilega ensku jafnframt því að þýða nákvæmlega íslenzlcuna.
Miss Mills liefir þá gáfu að geta þýtt íslenzka talshætti án þess að
missa neitt af meiningu þeirra. Hér og hvar eru auðséð íslenzk áhrif
á málinu, en samt er „The Story og Hrolf Kraki“ að því leyti flestum
þýðingum betri. Auk þess hefir Miss Mills glöggan skilning á hugar-
fari fornmanna, og kefir henni auðnazt að ná anda og hugsunarhætti
frumsögunnar.
Það er þörf á fleiri þýðingum af Islendingasögum og Fornald-
arsögum til þess að Englendingar megi kynna sér bókmenntir feðra
sinna á Norðurlöndum. Það er að vonast eftir því að þeir, sem ætl-
ast til þess, haldi áfram í þeiná stefnu, sem Miss Mills hefir sett.
Cyril Jackson.
Charles Marshall Smith: Northmen of adventure. Long-
mans, Green & Co., London, 1932 (X + 389 bls.; með myndum
■og kortum).
Þetta er mjög fróðleg bók og skemmtilega rituð. Höfundur-
inn hefir sýnilega aflað sér víðtækrar þekkingar á verkefninu og
ritar af áhuga og aðdáun. — Eins og titillinn bendir til, fjallar
bókin um norræna menn af ýmsum þjóðum, ekki að eins íslenzka,
og hefst á frásögnum um guðina fornu og non-ænum fornaldarsög-
um, en segir síðan frá víkingaöld og helztu Noregs-konungum á 9.
—11. öld. Að lokum er sagt frá því, er Grænland fannst, og land-
námi þar, og loks frá Vínlands-ferðum. I 1. kafla er sagt frá Snorra
Sturlusyni, svo sem rithöfundi og helzta heimildarmanni þeirra
fræða, er á eftir fara í bókinni, en síðan er enginn kafli hennar
jhelgaður sérstaklega Islandi né íslenzkum manni, nema ef telja skal
hina síðustu tvo, um þá Eirík rauða og Leif, son hans. I þeim kafl-
anum, sem er um Eirík og Grænland, er að uppliafi sagt frá því, er
Island fannst, frá landnámi hér o. fl„ svo sem þætti í sjóferðum
norrænna manna í fomöldl Verður höf. þar á sú skissa, er hann seg-
ir frá ferðum þeirra fóstbræðra, Ingólfs og (Hjör-)Leifs út hingað
(bls. 315), að hann segir þá hafa verið gerða útlaga úr Noregi og
gerir tvo menn úr Leifi (Leif og Hjörleif). I kaflanum um Vín-
landsferðirnar rekur hann frásagnirnar í Flateyjarbók (þátt Eiríks
rauða og Grænlendinga-þátt), sem hann virðist leggja mestan trúnað