Skírnir - 01.01.1933, Síða 241
Skírnir]
Ritfregnir.
235
á (bls. 333 og 342—43), og sí'ðan rekur hanu sögu Eiríks rauða o.
fl., og bætir við ýmsum skýringum úr ritum frá síðustu tímum um
])essar frásagnir.
í kaflanum um Snorra Sturluson hafa skotizt inn þær mis-
sagnir (á bls. 14), að lögsögumaðurinn á alþingi hafi fellt endan-
legan úrskurð í málaferlum manna og gert það í krafti mannafla
þess, er hann hafði að styðja yfirráð sín við, og í öðru lagi (á bls.
16), að Snoi-ri hafi verið kjörinn lögsögumaður í annað sinn, er
hann kom heim frá Noregi 1220, eftir tveggja ára f.jarveru, en kjör-
tímabil Teits Þorvaldssonar var árin 1219—21 og varð Snorri lög-
sögumaður í annað siun 1222. — En þetta skiftir vitanlega litlu.
Hitt er meira um vert, hve höf. hefir tekizt að draga saman
mikinn fróðleik um fomnorræna menn og málefni, bæði á Norður-
löndum og í Austurvegi (Rússlandi) og Yesturvegi (Bretlandseyj-
um). Af því að það mál snertir lítt fornsögu vora, skal ekki farið
hér neitt út í að gagnrýna það.
Höfundurinn hefir viljað rita alþýðlega bók um yfirgripsmikið
mál, sem vísindamenn eru nú búnir að rannsaka vel og lengi. Hann
hefir ekki lagt út í neinar sjálfstæðar rannsóknir og rökræðir ekki
deilumál til úrskurðar. Fyrir þá, sem vilja sökkva sér dýpra ofan í
málefnin, bendir höf. bæði á fom frumrit og ný vísindarit. Eigi
að síður er hans ei'gið verk rnikið og þarft, og virðist hafa tekizt
vel, fyrir þá, sem það er helzt ætlað.
M. Þ.
De islandske Sagaer. Paa Dansk ved Selskabet til Udgivelse
nf islandske Sagaer. Med Tegninger fra Islandl af Johannes Larsen.
Gyldendalske Boghandel, Nordisk Forlag. Köbenhavn 1930—1'32,
íslendingasögur eru auðvitað fyrst og fremst eigu Islendinga. En
þær eru líka sameign allra germanskra þjóða. I þeim finnur andi hins
norræna kynstofns sjálfan sig. Þær eru minnismerki germanskrar
hetjualdar, sem endar á Islandi á 13. öld. Þær samsvara að vissu leyti
Hómerskvæðum, sem lýsa hetjuöld Grikkja. Og bókmenntaleg snilld
þeirra er svo mikil, að þar fara ekki aðrir fram úr.
Það er því eðlilegt, að germanskar þjóðir vilji gera arðberandi í
menntalífi aímennings þenna fjársjóð. Til þess að svo megi verða,
þýða þær sögurnar á mál sín. Ein slík þýðing, á dönsku, er nýlega
komin út, í þremur stórum bindum, og er útgáfan öll hin myndarleg-
íista. —
Innihaldið er þetta: Egils saga (þýdd af Joh. V. Jensen), Lax-
dæla, (þýdd af Thöger Larsen), Gunnlaugs saga ormstungu (Knud
Hjortö), Kormaks saga (Tom Ivristensen), Njála (Ludvig Ilolstein),
Eyrbyggja saga (Thöger Larsen), Víga-Glúms saga (Hans Kyrre),
‘Grettis saga (Gunnar Gunnarsson), Hallfreðar saga (Jolis. Bröndum-