Skírnir - 01.01.1933, Page 242
236
Ritfregnir.
[Skirnir
Xielsen), Gísla saga Súrssonar (Vilh. Andersen), Bandamanna saga
(Hans Kyrre), Eiríks saga rauða og Þorfinns þáttur karlsefnis (Joh.
V. Jensen) og Fóstbrœðra saga (Hans Kyrre).
Fróðlega innganga rita þeir Joh. V. Jensen, Vilh. Andersen og
Gunnar Gunnarsson. 011 er bókin prýdd teikningum eftir Johannes
Larsen af ýmsum stöðum hér á landi. Ættartölur eru þar og til glöggv-
unar og betra yfirlits, og eru þær samdar af próf. Jóni Helgasyni. Loks
eru þar kort af söguhéruðum, teiknuð af C. Andersen.
Frumkvæði að útgáfu þessari átti Gunnar skáld Gunnarsson, og
var síðan stofnað félag til að framkvæma útgáfuna. Aðalumsjón með
henni hafa haft þeir Gunnar Gunnarsson, Hans Kyrre og Johannes V.
Jensen, en málfarslegt eftirlit þeir prófessorarnir Jón Helgason (hvað
íslenzkuna snertir) og -Johs. Bröndum-Nielsen (viðvíkjandi dönsk-
unni). —
Sést af þessu öllu saman, að mjög hefir verið til útgáfunnar vand-
að. Yfirleitt virðist þýðingin hafa tekizt vel og verið sneitt hjá þeim
tveimur aðal-skerjum, sem hætt er við að menn steyti á, — annars-
vegar að hafa málið of forneskjulegt og fornmáls-blandið, og hins-
vegar að hafa það of flatt og hversdagslegt. Rólegur og tiginn stíll
hæfir bezt Islenddngasögum, en hvorki tyrfni né götumál, sem því
miður hefir hvorttveggja sézt í þýðingum of fornritum vorum á út-
lend mál. —
Má yfirleitt segja, að útgáfa þessi sé öllum, sem að henni hafa
staðið, til sóma. Og vér megum vona, að sú yngingarlind, sem íslend-
ingasögur ei-u, streymi nú frjóvgandi og hressandi um hugi dönsku
þjóðarinnar.
Jakob Júh. Smári.
Halldór Hermannsson: Sæmund Sigfússon and the Odda-
verjar. Islandica, Vol. XXII. Ithaca, 1932.
A þessu ári eru liðin 800 ár frá andláti Sæmundar prests hius
fróða (d. 22. maí 1133). Hann er fvrir margra hluta sakir einn hinn
mesti merkismaður, sem uppi hefur verið á íslandi. Við landssöguna.
kemur hann ekki einungis fyrir afskipti sín af tíund'arlögunum (1096)
og kristnirétti þeirra Þoriáks og Ivetils (1125), heldur með því að
koma fótunum undir ríki þeirra Oddaverja, sem heila öld eftir hans
dag voru voldugasta ætt landsins. Enn mikilvægari má þó telja áhrifl’
hans á íslenzkar bókmenntir og menningu. Að vísu er nú ekki varð-
veitt neitt rit eftir hann, og verður aðeins í það ráðið af tilvitnunum
annara manna, að hann hafi skrifað eitthvað. En það er í sjálfu séi-
nóg að minnast þess, að hann var ráðunautur Ara fróða og stofnsetti
skólann í Odda, þar sem Snorri Sturluson nam fræði sín, til þess að
skilja, hvern skerf hann hefur iagt til menntalífs þjóðarinnar. Sæ-
mundur var fyrsti Norðurlandabúi, sem vér vitum til, að stundað hafí