Skírnir - 01.01.1933, Page 243
:Skímir]
Ritfregnir
237
nám í Frakklandi. Líklega hefur enginn maður á jafnheilladrjúgan
hátt flutt erlendan fróðleik til íslands og gert hann þar arðbæran til
örvunar innlendri vísindastarfsemi. Það er því vel til fallið, að Sæ--
mundar sé minnzt rækilega við þetta tækifæri, og hitt ekki síður, að
ritið um hann skuli koma út á héimsmáli og vera samið af Islendingi,
sem sameinar á óvenjulegan hátt þekkingu á þjóðlegum fræðum vor-
um og menntun heimsborgarans, eins og Halldór prófessor Hermanns-
son gerir.
Bók þessi hefst með glöggvu og læsilegu yfirliti um sögu Odda-
verja, allt frá upphafi til þess, er þeir í lok 13. aldar urðu að selja
höfuðból sitt í hendur kirkjunnar. Þá er gerð grein fyrir skólanum
í Odda og því, sem hægt er að gizka á um ritstörf Sæmundlar. Einn
athyglisverðasti kafli ritsins fjallar um Eddu og Odda. Höf. telur lík-
legast, að skoðun þeirra manna sé rétt, sem liyggja bókarnafnið di-egið
■af bæjarnafninu. Hann getur þess til, að Snorri muni hafa loldð Hátta-
tali, og með því Eddu sinni, í Odda veturinn 1222—23. Hann hafi skilið
þar eftir frumrit eða eftirrit bókarinnar og það handrit síðan verið
nefnt Edda. Ymislegt efni í þeim handritum Sn-E., sem vér nú höf-
um, virðist uppliaflega stafa frá Odda og geti verið bætt við bókina
þar. Annars er hér hvorld rúm til þess að rekja allar ]>essar hugleið-
ingar höfundar rækilega og því síður til þess að rökræða þær. En eitt
er víst, að hér er tekið á óljósu og íhugunarverðu efni með hvorutveggja
í senn, getspeki og gætni. Þó að H. H. geti ekld tekið þetta rannsóknar-
efni sitt jafnföstum tökum og Islendingabók Ara í hinum frábæra
formála sínum fyrir því riti (Islandica XX), þá er það ekki hans sök,
heldur heimildanna.
Þá víkur höfundur að lokum að þeim þætti úr sögu Sæmundar, sem
gert hefur hann víðkuunastan hjá alþýðu manna: þjóðsögunum, sem um
hann hafa gengið. Er þar í fyrsta sinn bent á erlenda heimild (eða fyrir-
mynd) sögunnar um Sæmundl og meistara hans, sem rekur feril hans
eftir stjörnunum (í Jóns sögu lielga eftir Gunnlaug rnunk Leifsson).
Telur höf. sennilegast, að Sæmundur hafi numið sögu þessa erlendia
•og flutt hana til Islands, en orðið síðan sjálfur önnur aðalpei-sóna
hennar í munnmælunum, og það furðu skömmum tíma eftir dauða
sinn. M'ætti til samanburðar minna á þáttinn af Jóni biskupi Hall-
dórssyni, sem virðist Líkt til kominn (Biskupas. Bmf. II, 223 o. áfr.).
En — „hafi Sæmundur lagt það í vana sinn að segja erlendar sögur,
•er ekki ósennilegt, að hann hafi líka hent gaman að því að segja nor-
rasnar sögur; svo að það er ekki ólíklegt, að hann hafi fyrstur gerzt
til þess að safna einhverju af goðsögunum, sem nú standa í SnoiTa-
Eddu, og færa þær í stílinn“ (52. bls.).
Þetta er 22. bindið af Islandioa, sem Halldór Hei'mannsson hefur
samið — aleinn. Islandiea, ásamt skránum um íslenzka bókasafnið í
Iþöku eftir sama liöfund, eru fyrir löngu orðin ómissandi hverjum