Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 244
238
Ritfregnir.
[Skírnir
]>eim fræðimanni, sem leggur stund á íslenzkar og norrænar bók-
menntir. Og þessi rit hafa þegar átt drjúgan þátt í því að efla iðkanir
þeirra fræða með enskumælandi þjóðum, þar sem þau ef til vill eiga
mesta framtíð fyrir sér. X>a'ð er gott til þess að liugsa, að Halldór
Hermannsson er enn maður á bezta aldri og á vonandi langan starfs-
feril fram undan, því að hann er áreiðanlega réttur maður á réttum
stað. Sigurður Nordál.
Max Keil: Altislandische Namenwahl (Palaestra 176),
Leipzig, 1931.
Vera Lachmann: Das Alter der Harðarsaga (Palaestra
183). Leipzig, 1932.
Með þessum línum vildi eg aðeins vekja athygli íslenzkra fræði-
manna á þessum tveim bókum, sem báðar eni doktórsritgerðir frá há-
skólanum í Berlín. Dr. Iveil hefur tekið tii rannsóknar nafngjafir á
söguöldinni, eftir Islendinga sögum, og eftir hverjum reglum liafí
verið farið. Bók hans er reist á ágætri þekkingu og álvktanir Iians
heilbrigðar og hófsamlegar. Iíann andmælir þeirri skoðun Gústafs-
Storms, að af nafngjöfum verði ráðin trú á það, að menn væri endur-
bornir í niðjum sínum, og færir góð rök fyrir máli sínu. Dr. Vera-
Lachmann hefur færzt það í fang- að sanna, að Ilarðar saga sé eldri
og traustari en almennt liefur vei'ið talið. Hún neitar því, að Vatns-
hymubrotið sé leifar annarar eldri og betri sögu en þeirrar, sem
geymd er í AM 556 4to (og eftirritum þess), lieldur muni það vera
ágrip eitt, og verði að skvra mun brotsins og sögunnar með því að
gera ráð fyrir tveim afbrigðum mmmlegi’a sagna. Söguna telur hún
á aldur við Gísla sögu og Egils sögu, yngri en Hrafnkels sögu, eldri
en Njálu. Jafnvel þó að rúmið í Skírni væri stórmn rífara en það err
myndi það ekki endast til þess að ræða þessar skoðanir með viðun-
andi rökum. En ekki skal eg draga dul á það, að mér virðist ung-
frúin sækja mál sitt meir af kappi en forsjá og niðui’stöður hennar,
bæði um aldur Harðar sögu og annara sagna, harla vafasamar. En
kappsamir málaflutningsmenn geta líka stuðlað að því að leiða sann-
leikann í ljós, þó að ekki verði litið á umsagnir þeiri’a sem dómsúr-
skurði. Auk þess er í bókinni ýmiss konar fróðleikur um Islendinga.
sögur, sem lítið kemur við aðalrökfærsluna, en getur komið þeim að
notum, sem um skyld efni eiga að f jalla. S. N.
Gustav Neckel: Liebe und Ehe bei den vorchristlichen
Germanen. Leipzig und Berlin. 1932.
Um fá atriði í réttarsögu Fom-Germana hafa skoðanir manna
verið jafn sundurleitar og um hinn elzta hjúskaparrétt þeirra, einkum
þó um stöðu konunnar í hjónabandinu. Þar hafa tvær fullkomlega
andstæðar skoðanir staðið hvor á móti annarri. Sumir hafa talið, aS