Skírnir - 01.01.1933, Page 245
Skirnirj
Ritfregnir.
239'
konan hafi verið eins konar ambátt mannsins, ófrjáls og ósjálfstæð,
cign hans, er hann hafi aflað sér, eins og annarra eigna, með ráni eða
með kaupi. Aðrir ætla, að konan hafi verið frjáls og sjálfstæð, fnll-
kominn jafningi mannsins, og að hjúskapurinn liafi að jafnaði verið
stofnaður með fullum vilja hennar og samþj'kki. Þegar svona miicið ber-
á milli, og báðir byggja skoðanir sínar á heimildum þeim, sem fyrir
liendi eru, þá er augljóst, að ekki er allt með feldu. Kemur þá einkum
tvennt til greina, er skýrt getur skoðanamuninn. Annað er það, hversu
ályktanir eru af heimildunum dregnar, hvort tilteki'S atriði er talið
bera vott um almenna reglu eða aðeins um undantekningu. I Flóa-
manna sögu er t. d. sagt frá því, að Þorgils Orrabeinsstjúpur gaf Þor-
steini vini sínum Guðrúnu konu sína. Það skiptir vitanlega miklu máli,
hvort þessi frásögn er skýrð sem vottur um þá almennu reglu, að mað-
urinn hafi mátt ráðstafa konunni, gefa hana eða selja, eins og aSrar
eignir sínar, eSa hvort hún er skýrð á annan veg, t. d. eins og Neekel
gerir (bls. 33—34), að Þorgils hafi ekki viljað taka GuSrúnu með-
sér til Islands gegn vilja hennar, eSa að hann hafi orðið þess var, að
þau Þorsteinn felldu hugi saman og sýnt það göfuglyndi að draga sig-
í hlé og ieyfa þeim aS njótast. En annað atriði skiptir þó meira máli.
Heimildir vorar um forfeður vora í heiSni eru mjög í brotum, og því
vandara með þær aS fara en heimildir, sem ítarlegri eru. Meðal annars.
vegna þess, hvert brotasilfur heimildirnar eru, ei' hættara við, að menn
gæti þess ekki, að sama réttaratriði getur verið meS mjög mörgu móti.
Og skýringin á hinum sundbrleitu skoðunum um fomgermanskan
iijúskapamétt, er ekki sízt sú, að til hafa verið fleiri hjúskaparform
en eitt, og heimildimar eiga því ekki ávallt viS sama hjúskaparform-
ið. Þeir, sem lýsa hjúskapnum með ólíkum hætti, era ekki að lýsa því
sama. Þess vegna greinir þá svo mjög á.
Prófessor Gustav Neckel tekur þetta foma ágreiningsefni til
meðferðar í riti sínu, sem hér skal minnzt á. Hann ræðir þar ítarlega.
um ýms atriði hjúskaparréttarins, svo sem um þýSingu mundarins,
um fjölkvæni og einkvæni, um samþykki brúðurinnar til giptingarinn-
ar, um agavald mannsins yfir konunni o. fl. Hann hefir víða farið
til fanga og notar m. a. mjög mikið Islendingasögur og frásagnir þeima
um hjúskap sögualdarmanna. Höf. skipar sér ákveðið í flokk þeirra.
manna, sem telja konuna hafa notið fulls sjálfstæðis í hjónaband-
inu, svo ákveðiS, að eg minnist þess ekki að hafa lesiS neitt, er lengra.
gengur í þá átt en þetta rit hans. I höfuðatriðunum get eg verið hon-
um sammála. Eg tel þá menn hafa miklu meira til síns máls, er á þá
sveif hallast, en hina, er telja konuna hafa verið einskonar ambátt
mannsins. En mér þykir það á vanta hjá höf., að hann hefir ekki tekið-
nægilegt tillit til rannsókna landa síns, Herbert Meyers, sem mér virðist
hafa fært fullnægjandi rök að því, aS fleira en eitt hjúskaparform
hafi tíSkazt hjá Forn-Germönum, sem veittu konunni mismunandí