Skírnir - 01.01.1933, Side 246
240
Ritfregnir.
[Skirnir
mikið s.jálí'stæði. Eg vil því t. d. ekld gera eins lítið úr því, sem þýzkir
frœðimenn liafa kallað „Muntehe“ og höf. gerir. Þá virðist mér líka,
aS höf taki eigi fyllilega til greina, þaS sem heimildirnar greina um
fjölkvæni, og einkum virðist mér skorta nægileg rök fyrir þeirri skoð-
un hans (bls. 44), að fjölkvæni Germana hafi verið í því fólgiS, að
maöurinn átti eina konu eftir aöra, en ekki fleiri en eina samtímis.
Höf. er málfræðingur en ekki réttarsögufræðingur. Hann snýr
;sér því ekki til fræðimanna einna í riti sínu, heldur til alls almenn-
ings. Bókin er skemmtilega skrifuð og læsileg og höf. á miklar þakk-
ir skilið fyrir hana. Hún verður vafalaust til þess að margir menn
fá réttari hugmynáir en áður um menningu forfeðra vorra að þessu
leyti, og sannfærast um þaö, að hjúskaparlíf þeirra var miklum
mun æðra og hreinna, en bæSi kirkjunnar menn og margir fræSimenn,
sem of mjög láta stjórnast af framþróunarkenningunni, hafa haldið
fram og fengið menn til að trúa. 0. L.
Einar H. Kvaran: Gæfumaður, saga. Reykjavík, 1933. Út-
gefandi IsafoldarprentsmiSja h.f.
Einar H. Kvaran sendir nú frá sér hverja bókina á fætur ann-
ari, þó að liann sé tekinn fast að eldast. í hitt eS fyrra kom út leik-
ritiS Hallsteinn og Dóra, síðastliðið ár kom út annað leikrit, Jósafat,
og nú hefir höfundurinn sent frá sér nýja skáldsögu úr Reykjavíkur-
lífinu, og verSa ekki eliimörk á henni sén.
I þessari nýju skáldsögu Kvarans eru fjórar aöalpersónur:
Grímúlfur Grímsson (gæfumaðurinn), liálfviltur vegfarandi í upp-
hafi sögunnai-, en gerist brátt hinn mesti fyrirmyndarborgari, efnað-
ur kaupsýslumaSur og verzlunarerindíreki erlendis. Signý, saklaus og
gimileg sveitastúlka, sem send er til Reykjavíkur til þess að mennt-
ast og verða dama, en lendir óvart í því að veröa eftirsótt „stjarna“
og hafnar síðan í hjónabandi með Grímúlfi. Gerða (Ásgerður), vin-
stúlka og leiðtogi Signýjar, sem reynist henni hin mesta hjálpar-
hella og heldur öllu í horfinu. Og loks Sigfús Sæmundsson, ómerki-
legur uppskafningur og kvennabósi, sem öllu spillir og reynir að
koma glundroða á hjúskap og heimilishagi þeirra Grímúlfs og Signýjar.
Bak viS þessar fjórar höfuðpersónur sögunnar glittir í sam-
kvæmislíf höfuSstaðarins, einkum spilakvöld nokkurra morgunsvæfra,
giftra kvenna, sem eru síþyrstar í fróðleik um náungann og eru jafn-
framt í vandræSum með þaö, hvernig þær eigi að eyða tímanum frá
klukkan 3 síðdegis til kl. 3 árdegis.
Sagan er ofin af mikilli nærfærni og er skennntileg aflestrar.
Aðalmarkmið hennar virðist vera ádeila á innantómt tildurslíf þeirra
kvenna, sem kippt liefir verið upp á fótstall efnalegs öryggis, án
þess að þeim hafi jafnframt verið kennt að átta sig á því, aö lilut-
verk þeirra sé annað og skárra en þaö, að botnveltast áfram tilgangs-